Að gefa dauðum hesti að éta Ólafur Þorri Árnason Klein skrifar 16. október 2017 09:00 Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega. Veruleikinn í dag er sá að hægt er að taka lítinn glansandi kassa upp úr vasanum, ýta á hann á vel völdum stöðum og fá kvöldmatinn sendan með fljúgandi vélmenni. Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla. Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum. Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir. Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það. Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega. Veruleikinn í dag er sá að hægt er að taka lítinn glansandi kassa upp úr vasanum, ýta á hann á vel völdum stöðum og fá kvöldmatinn sendan með fljúgandi vélmenni. Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla. Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum. Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir. Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það. Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun