Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 20:11 "Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ HBO Leikkonan Lena Headey, sem er hvað þekktust fyrir að leika Cersei Lannister í Game of Thrones, segist hafa grátið vegna Harvey Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. Headey sagði frá samskiptum sínum við Weinstein á Twitter í dag. Í tístum sínum segir Headey að hún hafi fyrst hitt Weinstein á kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem verið var að sýna Brothers Grimm og bætir við að á meðan tökum stóð hafi leikstjóri myndarinnar ítrekað níðst á henni. Hún segir Weinstein hafa beðið sig um að ganga með sér um skeið og hann hafi gefið eitthvað kynferðislegt í skyn. „Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ Þá segir hún að hún hafi stungið upp á því að þau færu til baka. Eftir það hafi hún aldrei fengið tilboð um að leika í annarri kvikmynd frá Miramax, fyrirtæki Weinstein bræðranna. Þau hittust aftur, árum seinna í Los Angeles. Headey segir að hún hafi verið staðráðin í því að leyfa Weinstein ekki að komast upp með neitt. Hún hafði trú á því að hann myndi virða mörk hennar og að mögulega vildi hann ræða eitthvað atvinnutengt á morgunverðarfundi þeirra. Í fyrstu ræddu þau eingöngu um kvikmyndir og kvikmyndagerð en hún segir Weinstein fljótt hafa spurt hana út í ástarlíf hennar. Hún hafi þó snúið samtalinu aftur að einhverju ópersónulegra. Skömmu seinna hafi hann beðið hana um að koma upp á hótelherbergi þar sem hann vildi sýna henni handrit að kvikmynd. „Við gengum að lyftunni og andrúmsloftið breyttist, allur líkami minn var í viðbragðsstöðu og lyftan var á uppleið. Ég sagði við Harvey: Ég hef ekki áhuga á öðru en vinnu, ekki halda að ég hafi komið með þér vegna annarrar ástæðu. Það er ekkert að fara að gerast.“ Headey segist ekki vita af hverju hún hafi fundið þörf til að segja þetta en hún hafi þurft þess. Þá hafi Weinstein orðið reiður og nánast ýtt henni að hurðinni að herbergi hans. Lykillinn hafi hins vegar ekki virkað og hann hafi dregið hana aftur niður og út, borgað fyrir bíl hennar og hvíslað að henni: „Ekki segja neinum frá þessu.“ „Ég settist upp í bíl og grét.“ pic.twitter.com/o1U06krn0q— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/QzS7EweJGe— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/VXzLNwT2yO— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/gX2cL6PyQN— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leikkonan Lena Headey, sem er hvað þekktust fyrir að leika Cersei Lannister í Game of Thrones, segist hafa grátið vegna Harvey Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. Headey sagði frá samskiptum sínum við Weinstein á Twitter í dag. Í tístum sínum segir Headey að hún hafi fyrst hitt Weinstein á kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem verið var að sýna Brothers Grimm og bætir við að á meðan tökum stóð hafi leikstjóri myndarinnar ítrekað níðst á henni. Hún segir Weinstein hafa beðið sig um að ganga með sér um skeið og hann hafi gefið eitthvað kynferðislegt í skyn. „Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ Þá segir hún að hún hafi stungið upp á því að þau færu til baka. Eftir það hafi hún aldrei fengið tilboð um að leika í annarri kvikmynd frá Miramax, fyrirtæki Weinstein bræðranna. Þau hittust aftur, árum seinna í Los Angeles. Headey segir að hún hafi verið staðráðin í því að leyfa Weinstein ekki að komast upp með neitt. Hún hafði trú á því að hann myndi virða mörk hennar og að mögulega vildi hann ræða eitthvað atvinnutengt á morgunverðarfundi þeirra. Í fyrstu ræddu þau eingöngu um kvikmyndir og kvikmyndagerð en hún segir Weinstein fljótt hafa spurt hana út í ástarlíf hennar. Hún hafi þó snúið samtalinu aftur að einhverju ópersónulegra. Skömmu seinna hafi hann beðið hana um að koma upp á hótelherbergi þar sem hann vildi sýna henni handrit að kvikmynd. „Við gengum að lyftunni og andrúmsloftið breyttist, allur líkami minn var í viðbragðsstöðu og lyftan var á uppleið. Ég sagði við Harvey: Ég hef ekki áhuga á öðru en vinnu, ekki halda að ég hafi komið með þér vegna annarrar ástæðu. Það er ekkert að fara að gerast.“ Headey segist ekki vita af hverju hún hafi fundið þörf til að segja þetta en hún hafi þurft þess. Þá hafi Weinstein orðið reiður og nánast ýtt henni að hurðinni að herbergi hans. Lykillinn hafi hins vegar ekki virkað og hann hafi dregið hana aftur niður og út, borgað fyrir bíl hennar og hvíslað að henni: „Ekki segja neinum frá þessu.“ „Ég settist upp í bíl og grét.“ pic.twitter.com/o1U06krn0q— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/QzS7EweJGe— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/VXzLNwT2yO— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/gX2cL6PyQN— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira