Skapandi og græn fjarheilbrigðisþjónusta Óttarr Proppé skrifar 19. október 2017 09:00 Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni. Fyrirmyndirnar eru víða að t.d. frá Norðurlöndunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Með fjarheilbrigðisþjónustu er aðgengi að þjónustu bætt verulega og heilsufarslegar upplýsingar fluttar á milli með tækni sem síðan miðlar til baka niðurstöðum greininga og ráðgjöf, annað hvort beint til einstaklingsins sem í hlut á eða með milligöngu annars heilbrigðisstarfsmanns. Frumkvæði heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri var vendipunktur í fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur haft áhrif á þróun slíkrar þjónustu víða um land. Árið 2014 lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu var settur á starfshópur sem skilaði tillögum í maí 2016 að stefnu og aðgerðaráætlun til næstu ára í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjarheilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum heilbrigðismála. Nú eru mörg áhugaverð og mikilvægt verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu hluti af heilbrigðisþjónustunni hér á landi og má þar nefna þjónustuna á Kirkjubæjarklaustri sem hefur aukið verulega möguleika t.d. á að greina hvort um alvarleg veikindi er að ræða með því að flytja upplýsingar um heilsufarsmat frá tækjum sem eru staðsett í sjúkrabílum til læknis sem getur verið staddur í langri fjarlægð frá sjúklingnum. Sömuleiðis er nú í þróun þjónusta til sjómanna á haf út með hjálp tækja og þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Enn fremur má nefna þróunarverkefni um viðtöl við sálfræðinga í gegnum internetið sem bæta verulega úr aðgengi að sálfræðiþjónustu og mörgum þykja betri kostur en hefðbundið viðtal. Þá er mikilvægur liður liður í fjarheilbrigðisþjónustu ráðgjöf í gegnum síma og internet og þar er nú stigið mikilvægt skref með þróun gagnvirkrar heimasíðu heilsuveran.is og símaþjónusta um heilbrigðismál í símanum 1700. Ávinningur fjarheilbrigðisþjónustu er margs konar og fyrir utan bætt aðgengi vegna t.d. fjarlægðar frá heilbrigðisstarfsmanni má nefna að fjarheilbrigðisþjónusta getur eflt þverfaglega teymisvinnu og þar með bætt gæði þjónustunnar. Einnig má nefna minni kostnað vegna ferðalag sem sömuleiðis hefur jákvæð áhrif á umhverfið með minni eldsneytisnotkun.Höfundur er formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni. Fyrirmyndirnar eru víða að t.d. frá Norðurlöndunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Með fjarheilbrigðisþjónustu er aðgengi að þjónustu bætt verulega og heilsufarslegar upplýsingar fluttar á milli með tækni sem síðan miðlar til baka niðurstöðum greininga og ráðgjöf, annað hvort beint til einstaklingsins sem í hlut á eða með milligöngu annars heilbrigðisstarfsmanns. Frumkvæði heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri var vendipunktur í fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur haft áhrif á þróun slíkrar þjónustu víða um land. Árið 2014 lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu var settur á starfshópur sem skilaði tillögum í maí 2016 að stefnu og aðgerðaráætlun til næstu ára í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjarheilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum heilbrigðismála. Nú eru mörg áhugaverð og mikilvægt verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu hluti af heilbrigðisþjónustunni hér á landi og má þar nefna þjónustuna á Kirkjubæjarklaustri sem hefur aukið verulega möguleika t.d. á að greina hvort um alvarleg veikindi er að ræða með því að flytja upplýsingar um heilsufarsmat frá tækjum sem eru staðsett í sjúkrabílum til læknis sem getur verið staddur í langri fjarlægð frá sjúklingnum. Sömuleiðis er nú í þróun þjónusta til sjómanna á haf út með hjálp tækja og þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Enn fremur má nefna þróunarverkefni um viðtöl við sálfræðinga í gegnum internetið sem bæta verulega úr aðgengi að sálfræðiþjónustu og mörgum þykja betri kostur en hefðbundið viðtal. Þá er mikilvægur liður liður í fjarheilbrigðisþjónustu ráðgjöf í gegnum síma og internet og þar er nú stigið mikilvægt skref með þróun gagnvirkrar heimasíðu heilsuveran.is og símaþjónusta um heilbrigðismál í símanum 1700. Ávinningur fjarheilbrigðisþjónustu er margs konar og fyrir utan bætt aðgengi vegna t.d. fjarlægðar frá heilbrigðisstarfsmanni má nefna að fjarheilbrigðisþjónusta getur eflt þverfaglega teymisvinnu og þar með bætt gæði þjónustunnar. Einnig má nefna minni kostnað vegna ferðalag sem sömuleiðis hefur jákvæð áhrif á umhverfið með minni eldsneytisnotkun.Höfundur er formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar