Bann við verðtryggingu er galin hugmynd Þorsteinn Víglundsson skrifar 19. október 2017 09:00 Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð? Því miður eru allar líkur á því að hið síðarnefnda eigi við. Ástæða hárra vaxta hér á landi er lítil og óstöðug mynt. Bann við verðtryggingu breytir þar ekki engu. Lausnin er að festa gengi krónunnar eða taka upp aðra mynt. Ef ekki er ráðist að rót vandans munum við áfram búa við tvisvar til þrisvar sinnum hærri vexti en nágrannalönd okkar. Verðtryggingin er sjúkdómseinkenni óstöðugleikans hér á landi, ekki orsök, enda er hvergi í nágrannalöndum okkar bannað að verðtryggja lán, það er bara óþarfi. Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð. Árið 2013 var skipaður starfshópur sem skoða átti mögulegt bann við verðtryggingu. Í skýrslunni var farið ágætlega yfir afleiðingar af algeru afnámi. Kaupmáttur fólks myndi minnka verulega, fasteignaverð lækka og landsframleiðsla dragast saman. Seðlabankinn taldi t.d. að á tveimur árum gæti fasteignaverð lækkað um 15-20%, einkaneysla dregist saman um 1,5-2%, gengi krónunnar myndi veikjast og vextir lækka um 0,5-1%.Efnahagslegar hamfarir af mannavöldum Hér er verið að lýsa efnahagslegum hamförum af mannavöldum yrði þessum hugmyndum hrint í framkvæmt. Ekki er hægt að taka aðvörunum Seðlabankans af neinni léttúð. 20% lækkun fasteignaverðs myndi þurrka út eigið fé þúsunda heimila í fasteignum sínum.. Í raun þarf ekki að eyða frekari orðum í þessa hugmynd, svo galin er hún. Enda varð ekkert úr framkvæmd á stefnu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Enn er þessari hugmynd hins vegar haldið á lofti. Þrír flokkar, Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins, hafa bann við verðtryggingu á stefnuskrá sinni. Jafnframt hafa formenn tveggja verkalýðsfélaga, VR og Verkalýðsfélag Akraness, haldið þessum hugmyndum mjög á lofti. Í ljósi aðvarana Seðlabankans mætti spyrja þá sem enn tala fyrir þessari leið hvers vegna þeir vilji leiða slíkar efnahagshörmungar yfir þjóðina. Rót vandans liggur í örsmárri og óstöðugri mynt. Á meðan ekki er tekið á þeim vanda munum við búa áfram við mun hærri vexti hér en í nágrannalöndum okkar. Það hefur aldrei vantað að ekki sé hægt að taka óverðtryggt lán, það er bara miklu hærri greiðslubyrði af því en verðtryggðu. Verðtryggingin hefur verið okkar leið til að ráða við þá greiðslubyrði sem fylgir allt of háum vöxtum. Hún er sjúkdómseinkenni, ekki orsök vandans.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð? Því miður eru allar líkur á því að hið síðarnefnda eigi við. Ástæða hárra vaxta hér á landi er lítil og óstöðug mynt. Bann við verðtryggingu breytir þar ekki engu. Lausnin er að festa gengi krónunnar eða taka upp aðra mynt. Ef ekki er ráðist að rót vandans munum við áfram búa við tvisvar til þrisvar sinnum hærri vexti en nágrannalönd okkar. Verðtryggingin er sjúkdómseinkenni óstöðugleikans hér á landi, ekki orsök, enda er hvergi í nágrannalöndum okkar bannað að verðtryggja lán, það er bara óþarfi. Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð. Árið 2013 var skipaður starfshópur sem skoða átti mögulegt bann við verðtryggingu. Í skýrslunni var farið ágætlega yfir afleiðingar af algeru afnámi. Kaupmáttur fólks myndi minnka verulega, fasteignaverð lækka og landsframleiðsla dragast saman. Seðlabankinn taldi t.d. að á tveimur árum gæti fasteignaverð lækkað um 15-20%, einkaneysla dregist saman um 1,5-2%, gengi krónunnar myndi veikjast og vextir lækka um 0,5-1%.Efnahagslegar hamfarir af mannavöldum Hér er verið að lýsa efnahagslegum hamförum af mannavöldum yrði þessum hugmyndum hrint í framkvæmt. Ekki er hægt að taka aðvörunum Seðlabankans af neinni léttúð. 20% lækkun fasteignaverðs myndi þurrka út eigið fé þúsunda heimila í fasteignum sínum.. Í raun þarf ekki að eyða frekari orðum í þessa hugmynd, svo galin er hún. Enda varð ekkert úr framkvæmd á stefnu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Enn er þessari hugmynd hins vegar haldið á lofti. Þrír flokkar, Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins, hafa bann við verðtryggingu á stefnuskrá sinni. Jafnframt hafa formenn tveggja verkalýðsfélaga, VR og Verkalýðsfélag Akraness, haldið þessum hugmyndum mjög á lofti. Í ljósi aðvarana Seðlabankans mætti spyrja þá sem enn tala fyrir þessari leið hvers vegna þeir vilji leiða slíkar efnahagshörmungar yfir þjóðina. Rót vandans liggur í örsmárri og óstöðugri mynt. Á meðan ekki er tekið á þeim vanda munum við búa áfram við mun hærri vexti hér en í nágrannalöndum okkar. Það hefur aldrei vantað að ekki sé hægt að taka óverðtryggt lán, það er bara miklu hærri greiðslubyrði af því en verðtryggðu. Verðtryggingin hefur verið okkar leið til að ráða við þá greiðslubyrði sem fylgir allt of háum vöxtum. Hún er sjúkdómseinkenni, ekki orsök vandans.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar