Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:00 Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun