Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:00 Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun