Fótbolti

Kálfi Bale áhrifavaldur í baráttu Wales fyrir sæti á HM 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Vísir/Getty
Wales verður án síns besta leikmanns þegar liðið mætir Georgíu og Írlandi í mikilvægum leikjum í undankeppni HM 2018 á næstu dögum.

Gareth Bale er ekki leikfær og flaug ekki með velska liðinu til Tbilisi.

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hvíldi Gareth Bale um síðustu helgi vegna meiðslanna en hafði ekki miklar áhyggjur af því að þau væru alvarleg.

Gareth Bale kom til móts við landsliðið í gær. Hann var ekki með á fyrstu æfingunum en vonaðist til að geta hjálpað liðinu.

Við nánari skoðun lækna velska landsliðsins kom hinsvegar í ljós að Gareth Bale getur ekki spilað þessa tvo leiki. BBC segir frá.

Wales komst í undanúrslit á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrrasumar og er að reyna að komast inn á sitt fyrsta heimsmeistaramót siðan 1958.

Wales er eins og er í öðru sæti í sínum riðli, fjórum stigum á eftir toppliði Serbíu þegar tveir leikir eru eftir. Til að tryggja sér annað sætið og sæti umspili þarf velska liðið helst að ná í fjögur stig út úr þessum leikjum við Georgíu og Írland.

Velska liðið hefur enn ekki tapað í undankeppninni en fimm af átta leikjum liðsins hafa endaði með jafntefli.

Bale hefur spilað sjö af átta leikjum Wales í þessari undankeppninni en missti af 1-1 jafnteflisleik á móti Serbíu. Hann er með 4 mörk og 1 stoðsendingu í þessum sjö leikjum,

Wales vann báða leiki sína í september, 1-0 á móti Austurríki og 2-0 á móti Moldavíu, en Bale átti ekki þátt í marki í þeim leikjum.

Gareth Bale.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×