Það er dýrt að búa á Íslandi Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. október 2017 15:07 Vaxtakostnaður 20 milljóna króna fasteignaláns er um 80 þúsund krónum hærri á mánuði hér á landi á Íslandi en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því er einföld. Vextir af húsnæðislánum eru um þrisvar til fjórum sinnum hærri á Íslandi. Til að standa undir þessum kostnaði þurfum við að hafa 130 þúsund krónum meira í laun á mánuði en fólk á Norðurlöndunum. Það er dýrt að búa á Íslandi. Vextir á Íslandi eru einfaldlega allt of háir. Almenningi er gert of erfitt um vik að eignast húsnæði. Um það þarf vart að deila. Þetta vandamál hefur samt verið þrætuepli stjórnmálanna árum og jafnvel áratugum saman án þess að viðunandi lausn finnist á vandanum. Stjórnmálamenn eru iðnir við að gagnrýna Seðlabankann fyrir háa vexti. Staðreyndin er samt sú að bankinn vinnur eftir stefnu sem Alþingi setti honum fyrir 16 árum síðan. Það er ekki hægt að gagnrýna afleiðingar þessa fyrirkomulags árum saman án þess að koma með tillögur að lausn sem ræðst að rót vandans, þ.e. óstöðugleika og smæð íslensku krónunnar.Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnarSeðlabankinn vann ýtarlega skýrslu fyrir fimm árum síðan um valkosti okkar í þessum málum. Upptaka evru var þar talin besti kosturinn en einnig var fjallað um kosti og galla ýmissa annarra kosta svo sem fastgengis (svo sem myntráðs) eða umbóta á núverandi stefnu. Stjórnmálin gerðu því miður lítið sem ekkert með niðurstöður hennar. Það er ótrúlegt að skýrslan hafi ekki vakið meiri áhuga stjórnmálamanna en raun ber vitni, enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Viðreisn talaði fyrir fastgengisstefnu fyrir síðustu kosningar, svonefndu Myntráði. Við höfum einnig bent á kosti evrunnar, en upptaka hennar er auðvitað háð inngöngu í Evrópusambandið. Strax eftir að ný ríkisstjórn tók við í janúar á þessu ári var skipaður starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar. Það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld ráðast í þá vinnu frá 2001. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig færustu erlenda sérfræðinga til að taka út kosti og galla núverandi fyrirkomulags auk þess að fjalla sérstaklega um myntráð. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum fljótlega upp úr áramótum. Hátt vaxtastig hér á landi er önnur af helstu ástæðum þess að það er dýrt að búa hér á landi. Hin er hátt matvælaverð. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram að skila auðu í þessum málum. Fátt getur aukið velferð okkar meira en lækkun vaxta og matvælaverðs. Það er löngu tímabært að laga þetta.Höfundur er félags- og jafnréttisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður 20 milljóna króna fasteignaláns er um 80 þúsund krónum hærri á mánuði hér á landi á Íslandi en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því er einföld. Vextir af húsnæðislánum eru um þrisvar til fjórum sinnum hærri á Íslandi. Til að standa undir þessum kostnaði þurfum við að hafa 130 þúsund krónum meira í laun á mánuði en fólk á Norðurlöndunum. Það er dýrt að búa á Íslandi. Vextir á Íslandi eru einfaldlega allt of háir. Almenningi er gert of erfitt um vik að eignast húsnæði. Um það þarf vart að deila. Þetta vandamál hefur samt verið þrætuepli stjórnmálanna árum og jafnvel áratugum saman án þess að viðunandi lausn finnist á vandanum. Stjórnmálamenn eru iðnir við að gagnrýna Seðlabankann fyrir háa vexti. Staðreyndin er samt sú að bankinn vinnur eftir stefnu sem Alþingi setti honum fyrir 16 árum síðan. Það er ekki hægt að gagnrýna afleiðingar þessa fyrirkomulags árum saman án þess að koma með tillögur að lausn sem ræðst að rót vandans, þ.e. óstöðugleika og smæð íslensku krónunnar.Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnarSeðlabankinn vann ýtarlega skýrslu fyrir fimm árum síðan um valkosti okkar í þessum málum. Upptaka evru var þar talin besti kosturinn en einnig var fjallað um kosti og galla ýmissa annarra kosta svo sem fastgengis (svo sem myntráðs) eða umbóta á núverandi stefnu. Stjórnmálin gerðu því miður lítið sem ekkert með niðurstöður hennar. Það er ótrúlegt að skýrslan hafi ekki vakið meiri áhuga stjórnmálamanna en raun ber vitni, enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Viðreisn talaði fyrir fastgengisstefnu fyrir síðustu kosningar, svonefndu Myntráði. Við höfum einnig bent á kosti evrunnar, en upptaka hennar er auðvitað háð inngöngu í Evrópusambandið. Strax eftir að ný ríkisstjórn tók við í janúar á þessu ári var skipaður starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar. Það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld ráðast í þá vinnu frá 2001. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig færustu erlenda sérfræðinga til að taka út kosti og galla núverandi fyrirkomulags auk þess að fjalla sérstaklega um myntráð. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum fljótlega upp úr áramótum. Hátt vaxtastig hér á landi er önnur af helstu ástæðum þess að það er dýrt að búa hér á landi. Hin er hátt matvælaverð. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram að skila auðu í þessum málum. Fátt getur aukið velferð okkar meira en lækkun vaxta og matvælaverðs. Það er löngu tímabært að laga þetta.Höfundur er félags- og jafnréttisráðherra.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar