Suðurkjördæmisskattur Sjálfstæðismanna Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 4. október 2017 11:17 Vegatollahugmyndir fráfarandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en sérstök skattlagning á suður- og suðvesturhorn landsins og eru því í eðli sínu hróplega óréttlátar. Það að ætla að skattleggja eitt landssvæði umfram annað með þessum hætti er óboðlegt. Við í Viðreisn höfum verið opin fyrir því að taka pólitíska umræðu um veggjöld, kosti þeirra og galla, byggt á rannsóknum og úttektum sérfræðinga. Um Suðurkjördæmisskatt samgönguráðherra hafði hins vegar aldrei verið tekin nein formleg umræða milli flokkanna. Það eru jafnframt góð rök fyrir því að fara ekki þessa leið. Til dæmis að nær væri að forgangsraða með skýrari hætti þeim ríkisfjármunum sem nú þegar er verið að innheimta, og sannarlega er ætlað er að standa straum af vegagerð, inn í nákvæmlega þann málaflokk, þ.e.a.s. vegagerð. Það er að öllu leyti einfaldara og að líkindum hagkvæmara í framkvæmd. Að ætla að setja vegatolla einvörðungu á suður- og suðvesturhornið kemur að mínu viti ekki til greina. Sé vilji stjórnmálamanna að skoða einhverskonar útfærslur á vegatollum er réttlátast að það sé gert með heildstæðum hætti, með jafnræðissjónarmið milli landshluta að leiðarljósi. Slíkt fæli í sér að horft væri á landið sem eina heild, þ.e. að litið væri til þess hvernig hægt væri að nýta veggjöld í öllum landshlutum – ekki bara sumum. „Almenningssamgöngur í almannaþágu“ ætti að vera viðkvæðið og leiðarljósið í allri ákvarðanatöku hjá hinu opinbera varðandi vegagerð á Íslandi. Það er alls óljóst hvernig Suðurkjördæmisskattur samgönguráðherra mætir þessari sjálfsögðu kröfu. Það að skattleggja sérstaklega og einvörðungu þann stóra fjölda fólks og ferðaþjónustufyrirtækja sem sækja vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins nær daglega er óréttlátt. Tugmilljörðum hefur verið varið í samgöngubætur í öðrum landsbyggðarkjördæmum, nú hljóta menn að sjá að komið er að Suðurkjördæmi þar sem umferðin er mest.Höfundur er varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Vegatollahugmyndir fráfarandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en sérstök skattlagning á suður- og suðvesturhorn landsins og eru því í eðli sínu hróplega óréttlátar. Það að ætla að skattleggja eitt landssvæði umfram annað með þessum hætti er óboðlegt. Við í Viðreisn höfum verið opin fyrir því að taka pólitíska umræðu um veggjöld, kosti þeirra og galla, byggt á rannsóknum og úttektum sérfræðinga. Um Suðurkjördæmisskatt samgönguráðherra hafði hins vegar aldrei verið tekin nein formleg umræða milli flokkanna. Það eru jafnframt góð rök fyrir því að fara ekki þessa leið. Til dæmis að nær væri að forgangsraða með skýrari hætti þeim ríkisfjármunum sem nú þegar er verið að innheimta, og sannarlega er ætlað er að standa straum af vegagerð, inn í nákvæmlega þann málaflokk, þ.e.a.s. vegagerð. Það er að öllu leyti einfaldara og að líkindum hagkvæmara í framkvæmd. Að ætla að setja vegatolla einvörðungu á suður- og suðvesturhornið kemur að mínu viti ekki til greina. Sé vilji stjórnmálamanna að skoða einhverskonar útfærslur á vegatollum er réttlátast að það sé gert með heildstæðum hætti, með jafnræðissjónarmið milli landshluta að leiðarljósi. Slíkt fæli í sér að horft væri á landið sem eina heild, þ.e. að litið væri til þess hvernig hægt væri að nýta veggjöld í öllum landshlutum – ekki bara sumum. „Almenningssamgöngur í almannaþágu“ ætti að vera viðkvæðið og leiðarljósið í allri ákvarðanatöku hjá hinu opinbera varðandi vegagerð á Íslandi. Það er alls óljóst hvernig Suðurkjördæmisskattur samgönguráðherra mætir þessari sjálfsögðu kröfu. Það að skattleggja sérstaklega og einvörðungu þann stóra fjölda fólks og ferðaþjónustufyrirtækja sem sækja vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins nær daglega er óréttlátt. Tugmilljörðum hefur verið varið í samgöngubætur í öðrum landsbyggðarkjördæmum, nú hljóta menn að sjá að komið er að Suðurkjördæmi þar sem umferðin er mest.Höfundur er varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun