Er krónan þess virði? Þórður Magnússon skrifar 5. október 2017 07:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Kosningar 2017 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun