Fótbolti

Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland

Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar
Ólafur Ingi Skúlason þekkir það vel að spila í Tyrklandi.
Ólafur Ingi Skúlason þekkir það vel að spila í Tyrklandi. vísir/getty
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur meiri reynslu af því að spila í Tyrklandi en aðrir leikmenn í liðinu.

Ólafur Ingi er búinn að spila í Tyrklandi síðan 2015, fyrst með Genclerbirligi og síðan með Karabükspor þar sem hann spilar í dag.

Stemningin á leiknum á morgun verður svakaleg og andrúmsloftið spennuþrungið en Heimir Hallgrímsson var spurður á blaðamannafundinum í dag hvort hann eða leikmennirnir væru að sækja í reynslu Ólafs Inga.

„Óli hefur eflaust fengið fullt af spurningum frá strákunum en hann hefur ekkert verið að fræða okkur um Tyrkland,“ sagði Heimir léttur og Aron Einar greip orðið:

„Hann er meira bara að segja brandara,“ sagði fyrirliðinn og Heimir tók undir það: „Eins og alltaf!“ sagði Heimir Hallgrímsson.


Tengdar fréttir

Skrítið að hafa Kára ekki við hliðina á mér

Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir mikil gæði hjá Íslandi og það sýni sig með því að liðið er enn þá að gera góða hluti eftir að liðið komst á EM 2016. Honum fannst skrítið að spila ekki með Kára Árnasyni á móti Úkraínu í síðasta leik.

Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir

Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×