Fótbolti

Neymar, Suárez og Cavani skutu eintómum púðurskotum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar tókst ekki að skora gegn Bólivíu, ekki frekar en öðrum Brössum.
Neymar tókst ekki að skora gegn Bólivíu, ekki frekar en öðrum Brössum. vísir/getty
Ekkert mark var skorað í fyrstu tveimur leikjum kvöldsins í Suður-Ameríkuhluta undankeppni HM 2018.

Brasilía og Bólivía gerðu markalaust jafntefli í La Paz. Leikurinn skipti engu máli. Brassar eru komnir á HM og búnir að vinna Suður-Ameríkuriðilinn á meðan Bólivíumenn eiga ekki möguleika á að komast á HM.

Úrúgvæ er kominn með annan fótinn til Rússlands eftir markalaust jafntefli við Venesúela í San Cristóbal.

Úrúgvæar eru í 2. sæti riðilsins með 28 stig og það þarf mikið að gerast ef þeir verða ekki með á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. Venesúela er á botni riðilsins með aðeins níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×