Fótbolti

Coleman: Við getum bara unnið okkar leik

Dagur Lárusson skrifar
Chris Coleman
Chris Coleman Vísir/getty
Chris Coleman, þjálfari Wales, var hæstánægður eftir sigur sinna manna gegn Georgíu í gærkvöldi en þessi sigur þýðir að liðið er í frábærri stöðu að tryggja sig á HM.

Úrslitin í undankeppni HM ráðast á næstu dögum og er spennan gríðarleg í D-riðli þar sem Wales og Serbía keppast um 1.sætið.

„Völlurinn var virkilega erfiður. Hann var blautur og það var erfitt fyrir okkur að halda boltanum innan liðsins.“

„Það er alltaf erfitt að koma hingað, en þetta snýst allt um stigin þrjú og sigurinn og við náðum því. Þeir voru mikið með boltann en sköpuðu sér þó ekki mikið af færum vegna þess að við héldum okkur við okkar leikskipulag og börðumst hetjulega.“

„Eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og nú er einn leikur eftir og við ætlum að vinna hann,“ sagði Coleman í leikslok.

Með sigri á Írlandi á mánudaginn mun Wales tryggja sér sæti í umspili fyrir HM en ef Serbía nær ekki að vinna Georgíu á sama tíma þá lendir Wales í 1.sæti riðilsins og fer því beint inná HM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×