Góða ferð Kári Stefánsson skrifar 9. október 2017 07:00 Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta. Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar. Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því. Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu. Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Skoðun Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Sjá meira
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta. Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar. Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því. Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu. Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun