Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Sólveig María Árnadóttir skrifar 10. október 2017 09:00 Tíminn æðir áfram og senn göngum við til alþingiskosninga, líkt og við gerðum fyrir tæpu ári síðan. Út undan mér hef ég heyrt að fólk viti ekki hvaða stjórnmálaflokk það eigi að kjósa og margir hyggjast jafnvel ekki ætla að mæta á kjörstað. Mér finnst því rétt að ítreka það að hvert og eitt atkvæði skiptir máli og ég hvet þig til þess að taka kosningarétti þínum ekki sem sjálfsögðum hlut. Nýlegar skoðanakannanir um þær áherslur sem virðast skipta landsmenn hvað mestu máli fyrir komandi kosningar, koma mér talsvert á óvart. Hvers vegna? Menntun kemst varla inn á lista yfir mikilvæg kosningamál. Ég hef þó þegar ákveðið að ég ætli að kjósa menntun þann 28. október. Ég hvet þig til þess að gera slíkt hið sama og mun hér stikla á stóru varðandi mikilvægi þess. Menntun er undirstaða samfélagsins. „Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.“1 Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta.2,3 Til þess að háskólar landsins geti boðið upp á skilvirkt nám sem leiðir af sér þann ávinning sem vænst er þarf háskólakerfið að vera fjármagnað með fullnægjandi hætti. Á Íslandi starfa 7 ólíkir háskólar. Ég er nemandi við Háskólann á Akureyri, háskóla sem býður upp á 13 námsleiðir í grunnnámi en þar af eru 7 námsleiðir sem enginn annar háskóli á Íslandi býður upp á. Sé dæmi tekið þá er Háskólinn á Akureyri eini háskólinn á landinu sem útskrifar sjávarútvegsfræðinga, fjölmiðlafræðinga, iðjuþjálfa og lögreglufræðinga. Ef fjármagn ríkisins til háskóla á Íslandi er borið saman við háskóla á Norðurlöndunum má glögglega sjá að íslenskir háskólar eru undirfjármagnaðir. Heildartekjur háskóla á Norðurlöndunum á hvern ársnema eru að meðaltali 4,4 milljónir en 2,3 milljónir á Íslandi. Þetta þýðir að framlög til háskóla á Norðurlöndunum eru um það bil tvöfalt hærri en hér á landi, sé miðað við nemendafjölda. Ef nemendur á Íslandi eiga að fá sambærilega þjónustu og nemendur OECD ríkjanna, með því fjármagni sem til er í íslenska háskólakerfinu í dag, þyrfti að loka öllum háskólum landsins fyrir utan Háskóla Íslands eða loka Háskóla Íslands og skilja hina háskólana eftir. Væri það sanngjarnt? Það er mikilvægt að samfélagið bjóði jafn greiðan aðgang að námi líkt og það gerir í dag. Lausnin er því ekki að loka háskólastofnunum heldur að fjármagna háskólakerfið með fullnægjandi hætti svo að háskólarnir geti áfram boðið upp á fjölbreytt nám og veitt hverjum og einum nemanda bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Að lokum hvet ég þig til þess að mæta í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í dag klukkan 16:10, þar sem opinn fundur með stjórnmálaflokkunum mun fara fram.Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Heimildir 1. Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 203. Reykjavík: Höfundur. 2. Fitzgerald, H., E., Burns, K., Sonka, S., Furco, A., & Swanson, L. (2012). The centrality of engagement in higher education. Journal of Higher Education Outreach and Engagement, 16(3), 7-28. 3. Ma, J., Pender, M., Welch, M. (2016). Education Pays 2016. The Benefits of Higher Education for Individuals and Society. Sótt af https://files.eric.ed.gov/fulltext/ED572548.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tíminn æðir áfram og senn göngum við til alþingiskosninga, líkt og við gerðum fyrir tæpu ári síðan. Út undan mér hef ég heyrt að fólk viti ekki hvaða stjórnmálaflokk það eigi að kjósa og margir hyggjast jafnvel ekki ætla að mæta á kjörstað. Mér finnst því rétt að ítreka það að hvert og eitt atkvæði skiptir máli og ég hvet þig til þess að taka kosningarétti þínum ekki sem sjálfsögðum hlut. Nýlegar skoðanakannanir um þær áherslur sem virðast skipta landsmenn hvað mestu máli fyrir komandi kosningar, koma mér talsvert á óvart. Hvers vegna? Menntun kemst varla inn á lista yfir mikilvæg kosningamál. Ég hef þó þegar ákveðið að ég ætli að kjósa menntun þann 28. október. Ég hvet þig til þess að gera slíkt hið sama og mun hér stikla á stóru varðandi mikilvægi þess. Menntun er undirstaða samfélagsins. „Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.“1 Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta.2,3 Til þess að háskólar landsins geti boðið upp á skilvirkt nám sem leiðir af sér þann ávinning sem vænst er þarf háskólakerfið að vera fjármagnað með fullnægjandi hætti. Á Íslandi starfa 7 ólíkir háskólar. Ég er nemandi við Háskólann á Akureyri, háskóla sem býður upp á 13 námsleiðir í grunnnámi en þar af eru 7 námsleiðir sem enginn annar háskóli á Íslandi býður upp á. Sé dæmi tekið þá er Háskólinn á Akureyri eini háskólinn á landinu sem útskrifar sjávarútvegsfræðinga, fjölmiðlafræðinga, iðjuþjálfa og lögreglufræðinga. Ef fjármagn ríkisins til háskóla á Íslandi er borið saman við háskóla á Norðurlöndunum má glögglega sjá að íslenskir háskólar eru undirfjármagnaðir. Heildartekjur háskóla á Norðurlöndunum á hvern ársnema eru að meðaltali 4,4 milljónir en 2,3 milljónir á Íslandi. Þetta þýðir að framlög til háskóla á Norðurlöndunum eru um það bil tvöfalt hærri en hér á landi, sé miðað við nemendafjölda. Ef nemendur á Íslandi eiga að fá sambærilega þjónustu og nemendur OECD ríkjanna, með því fjármagni sem til er í íslenska háskólakerfinu í dag, þyrfti að loka öllum háskólum landsins fyrir utan Háskóla Íslands eða loka Háskóla Íslands og skilja hina háskólana eftir. Væri það sanngjarnt? Það er mikilvægt að samfélagið bjóði jafn greiðan aðgang að námi líkt og það gerir í dag. Lausnin er því ekki að loka háskólastofnunum heldur að fjármagna háskólakerfið með fullnægjandi hætti svo að háskólarnir geti áfram boðið upp á fjölbreytt nám og veitt hverjum og einum nemanda bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Að lokum hvet ég þig til þess að mæta í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í dag klukkan 16:10, þar sem opinn fundur með stjórnmálaflokkunum mun fara fram.Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Heimildir 1. Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 203. Reykjavík: Höfundur. 2. Fitzgerald, H., E., Burns, K., Sonka, S., Furco, A., & Swanson, L. (2012). The centrality of engagement in higher education. Journal of Higher Education Outreach and Engagement, 16(3), 7-28. 3. Ma, J., Pender, M., Welch, M. (2016). Education Pays 2016. The Benefits of Higher Education for Individuals and Society. Sótt af https://files.eric.ed.gov/fulltext/ED572548.pdf
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun