Fallvaltur stöðugleiki Smári McCarthy skrifar 20. september 2017 14:02 Ríkisstjórn Íslands er fallin. Aftur. Ekki einu sinni í fyrsta skiptið á þessum áratug. Síðast hrundi hún vegna spillingarmála þar sem þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu við sögu, en aðeins einn þeirra stóð uppi með Svarta-Pétur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði náð að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Sér í lagi hefur Bjarni Benediktsson aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá þeim hagsmunum sínum sem fram komu í Panama-skjölunum. Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið. Dómsmálaráðherra braut lög með yfirhylmingunni, en raunar kom í ljós sama dag og ríkisstjórnin féll að þetta var alls ekki fyrsta skiptið sem Sigríður Á Andersen hafði brotið lög. Hún hafði nefnilega gert það þegar hún tók síður hæfa dómara (með heppileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn) fram yfir hæfari dómara (sem sumir höfðu óheppileg tengsl við aðra flokka), eins og Píratar bentu margsinnis á í vor. Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar. Sagan er enn lengri, ég ætla ekki að rekja hana hér. Ef þetta er sá stöðugleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, þá held ég að þjóðin þoli ekki meiri “stöðugleika”. Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands. Í ljósi ofangreindra staðreynda vil ég meina að mín ummæli hafi í raun lítil áhrif haft á ímynd Íslands. Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Smári McCarthy Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er fallin. Aftur. Ekki einu sinni í fyrsta skiptið á þessum áratug. Síðast hrundi hún vegna spillingarmála þar sem þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu við sögu, en aðeins einn þeirra stóð uppi með Svarta-Pétur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði náð að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Sér í lagi hefur Bjarni Benediktsson aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá þeim hagsmunum sínum sem fram komu í Panama-skjölunum. Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið. Dómsmálaráðherra braut lög með yfirhylmingunni, en raunar kom í ljós sama dag og ríkisstjórnin féll að þetta var alls ekki fyrsta skiptið sem Sigríður Á Andersen hafði brotið lög. Hún hafði nefnilega gert það þegar hún tók síður hæfa dómara (með heppileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn) fram yfir hæfari dómara (sem sumir höfðu óheppileg tengsl við aðra flokka), eins og Píratar bentu margsinnis á í vor. Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar. Sagan er enn lengri, ég ætla ekki að rekja hana hér. Ef þetta er sá stöðugleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, þá held ég að þjóðin þoli ekki meiri “stöðugleika”. Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands. Í ljósi ofangreindra staðreynda vil ég meina að mín ummæli hafi í raun lítil áhrif haft á ímynd Íslands. Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar