Dómur í máli Ryanair gæti verið fordæmisgefandi fyrir íslenska flugliða Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. september 2017 14:11 Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu Vísir/Getty Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“ Fréttir af flugi Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“
Fréttir af flugi Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira