Rússar hóta að loka á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 14:25 Rússar munu ekki komast á Facebook á næsta ári ef fyrirtækið flytur ekki persónuupplýsingar notenda yfir á rússneska netþjóna. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Facebook Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra.
Facebook Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira