Stafræn straumhvörf á fjármálamarkaði Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Markaðir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun