Umheimur á hröðu breytingaskeiði Guðmunda Smáradóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu samhengi er oft talað um fjórðu iðnbyltinguna sem mun bylta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofnanir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunargleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skólagöngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu samhengi er oft talað um fjórðu iðnbyltinguna sem mun bylta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofnanir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunargleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skólagöngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar