Verði ljós Olga Margrét Cilia og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:54 Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun