Baráttan gegn kynferðisofbeldi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 29. september 2017 12:15 Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni. Loksins má segja að þessi barátta sé komin rækilega á dagskrá og óbreytt ástand verður ekki liðið lengur. Á þriðja hundrað barna leitar í Barnahús á hverju ári sem fyrst og fremst aðstoðar og rannsakar börn þegar grunur er um kynferðisafbrot. 22% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa verið beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi. Þetta eru geigvænlega tölur í litlu samfélagi. Það getur því komið sérkennilega fyrir sjónir að það þurfi linnulausa árverkni við að koma þessum málum á dagskrá stjórnmálanna og til að ná eðlilegum réttarbótum í þessum málum. Eitt af því sem hefur verið rifjað upp í umræðu undanfarinna daga er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Það mál var fyrsta þingmálið mitt á Alþingi fyrir hartnær 15 árum. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að gerendur slíkra brota skyldu hagnast á löggjöfinni með þeim hætti sem þeir gerðu. Þetta var mál sem ég hélt að myndi komast auðveldlega í gegnum þingið. Annað kom á daginn og það var ekki fyrr en eftir 4 ára baráttu á þingi, í fjölmiðlum og í blaðaskrifum, og eftir 25 þúsund manna undirskriftarsöfnun sem breytingin náði loksins í gegn. Þar með varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að afnema fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisafbrotum gegn börnum. Annað stórmál sem tók talsverðan tíma til að komast í gegnum Alþingi var lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingsályktun þess efnis var einmitt síðasta þingmálið sem ég lagði fram á Alþingi og fékk samþykkt. Með lögfestingu Barnasáttmálans, sem sárafá ríki heims hafa gert, jókst réttarvernd barna til muna hér á landi. Það er mikilvægt að Alþingi taki sér ekki viðlíka tíma í að stíga næstu skref á þessari braut. Nú er kominn tími til að baráttan gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi verði sett í algjöran forgang hjá stjórnvöldum.Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2017 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni. Loksins má segja að þessi barátta sé komin rækilega á dagskrá og óbreytt ástand verður ekki liðið lengur. Á þriðja hundrað barna leitar í Barnahús á hverju ári sem fyrst og fremst aðstoðar og rannsakar börn þegar grunur er um kynferðisafbrot. 22% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa verið beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi. Þetta eru geigvænlega tölur í litlu samfélagi. Það getur því komið sérkennilega fyrir sjónir að það þurfi linnulausa árverkni við að koma þessum málum á dagskrá stjórnmálanna og til að ná eðlilegum réttarbótum í þessum málum. Eitt af því sem hefur verið rifjað upp í umræðu undanfarinna daga er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Það mál var fyrsta þingmálið mitt á Alþingi fyrir hartnær 15 árum. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að gerendur slíkra brota skyldu hagnast á löggjöfinni með þeim hætti sem þeir gerðu. Þetta var mál sem ég hélt að myndi komast auðveldlega í gegnum þingið. Annað kom á daginn og það var ekki fyrr en eftir 4 ára baráttu á þingi, í fjölmiðlum og í blaðaskrifum, og eftir 25 þúsund manna undirskriftarsöfnun sem breytingin náði loksins í gegn. Þar með varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að afnema fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisafbrotum gegn börnum. Annað stórmál sem tók talsverðan tíma til að komast í gegnum Alþingi var lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingsályktun þess efnis var einmitt síðasta þingmálið sem ég lagði fram á Alþingi og fékk samþykkt. Með lögfestingu Barnasáttmálans, sem sárafá ríki heims hafa gert, jókst réttarvernd barna til muna hér á landi. Það er mikilvægt að Alþingi taki sér ekki viðlíka tíma í að stíga næstu skref á þessari braut. Nú er kominn tími til að baráttan gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi verði sett í algjöran forgang hjá stjórnvöldum.Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar