Baráttan gegn kynferðisofbeldi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 29. september 2017 12:15 Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni. Loksins má segja að þessi barátta sé komin rækilega á dagskrá og óbreytt ástand verður ekki liðið lengur. Á þriðja hundrað barna leitar í Barnahús á hverju ári sem fyrst og fremst aðstoðar og rannsakar börn þegar grunur er um kynferðisafbrot. 22% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa verið beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi. Þetta eru geigvænlega tölur í litlu samfélagi. Það getur því komið sérkennilega fyrir sjónir að það þurfi linnulausa árverkni við að koma þessum málum á dagskrá stjórnmálanna og til að ná eðlilegum réttarbótum í þessum málum. Eitt af því sem hefur verið rifjað upp í umræðu undanfarinna daga er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Það mál var fyrsta þingmálið mitt á Alþingi fyrir hartnær 15 árum. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að gerendur slíkra brota skyldu hagnast á löggjöfinni með þeim hætti sem þeir gerðu. Þetta var mál sem ég hélt að myndi komast auðveldlega í gegnum þingið. Annað kom á daginn og það var ekki fyrr en eftir 4 ára baráttu á þingi, í fjölmiðlum og í blaðaskrifum, og eftir 25 þúsund manna undirskriftarsöfnun sem breytingin náði loksins í gegn. Þar með varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að afnema fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisafbrotum gegn börnum. Annað stórmál sem tók talsverðan tíma til að komast í gegnum Alþingi var lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingsályktun þess efnis var einmitt síðasta þingmálið sem ég lagði fram á Alþingi og fékk samþykkt. Með lögfestingu Barnasáttmálans, sem sárafá ríki heims hafa gert, jókst réttarvernd barna til muna hér á landi. Það er mikilvægt að Alþingi taki sér ekki viðlíka tíma í að stíga næstu skref á þessari braut. Nú er kominn tími til að baráttan gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi verði sett í algjöran forgang hjá stjórnvöldum.Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2017 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni. Loksins má segja að þessi barátta sé komin rækilega á dagskrá og óbreytt ástand verður ekki liðið lengur. Á þriðja hundrað barna leitar í Barnahús á hverju ári sem fyrst og fremst aðstoðar og rannsakar börn þegar grunur er um kynferðisafbrot. 22% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa verið beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi. Þetta eru geigvænlega tölur í litlu samfélagi. Það getur því komið sérkennilega fyrir sjónir að það þurfi linnulausa árverkni við að koma þessum málum á dagskrá stjórnmálanna og til að ná eðlilegum réttarbótum í þessum málum. Eitt af því sem hefur verið rifjað upp í umræðu undanfarinna daga er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Það mál var fyrsta þingmálið mitt á Alþingi fyrir hartnær 15 árum. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að gerendur slíkra brota skyldu hagnast á löggjöfinni með þeim hætti sem þeir gerðu. Þetta var mál sem ég hélt að myndi komast auðveldlega í gegnum þingið. Annað kom á daginn og það var ekki fyrr en eftir 4 ára baráttu á þingi, í fjölmiðlum og í blaðaskrifum, og eftir 25 þúsund manna undirskriftarsöfnun sem breytingin náði loksins í gegn. Þar með varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að afnema fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisafbrotum gegn börnum. Annað stórmál sem tók talsverðan tíma til að komast í gegnum Alþingi var lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingsályktun þess efnis var einmitt síðasta þingmálið sem ég lagði fram á Alþingi og fékk samþykkt. Með lögfestingu Barnasáttmálans, sem sárafá ríki heims hafa gert, jókst réttarvernd barna til muna hér á landi. Það er mikilvægt að Alþingi taki sér ekki viðlíka tíma í að stíga næstu skref á þessari braut. Nú er kominn tími til að baráttan gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi verði sett í algjöran forgang hjá stjórnvöldum.Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun