Fótbolti

Ísland - Kósóvó: Miðasala hefst í hádeginu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland vann góðan sigur á Úkraínu í síðasta heimaleik.
Ísland vann góðan sigur á Úkraínu í síðasta heimaleik. vísir/anton
Miðasala á leik Íslands og Kósóvó hefst í hádeginu í dag en búast má við miklum áhuga á miðum á leikinn.

Ísland er jafnt Króatíu í efsta sæti síns riðils í undankeppni HM 2018 og á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Rússlandi.

Strákarnir fara þó fyrst til Tyrklands og mæta heimamönnum ytra þann 6. október. Þar má Ísland ekki við því að tapa leiknum ætli strákarnir sér til Rússlands.

Ísland mætir svo Kósóvó á heimavelli þann 9. október og gæti verið úrslitaleikur fyrir okkar menn um HM-sætið. Miðasalan fer fram á miði.is og hefst klukkkan 12.00.

Nánari upplýsingar um miðasöluna má finna á vef KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×