Kveðjukoss Cassini Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. september 2017 06:00 Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Þrettán ára dansi geimfarsins Cassini umhverfis Satúrnus er lokið. Geimfarið, sem skotið var á loft frá Canaveral-höfða 15. október 1997, hefur varpað nýju ljósi á þetta djásn sólkerfisins og hið stórbrotna kerfi hringa sem einkenna það. Cassini er einhver merkasti vísindaleiðangur mannkynssögunnar. Yfir fjögur þúsund vísindagreinar, sem byggja á gögnum Cassini, hafa verið birtar. Á hringsóli sínu um Satúrnus hefur geimfarið jafnframt svipt hulunni af leyndardómum sem leynast á fylgitunglum plánetunnar. Risinn og fylgitunglið dularfulla. Cassini náði þessari einstöku mynd af Satúrnusi og stærsta fylgitungli þess, Títan. Þvermál tunglsins er 5.150 kílómetrar (þvermál tunglsins okkar er rúmlega 1.700 kílómetrar). Í gær tók Cassini sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Leiðangri farsins lauk í lofthjúpi plánetunnar sem það hefur hringsólað um síðasta áratug. Á ógnarhraða fuðraði Cassini upp. Mælitækin, linsurnar, tölvubúnaðurinn og plútóníumkjarninn sem knúið hefur geimfarið leystust upp í andrúmslofti plánetunnar. Cassini er nú endanlega orðinn hluti af Satúrnusi. Ævintýrið hefst. Sjö ára ferðalag Cassini og lendingarfarsins Huygens hófst með geimskoti af Canaveral-höfða seint að kveldi þann 15. október 1997. Cassini-Huygens hóf sig á loft með TitanIVB/Centaur-eldflaug. Á síðustu þrettán árum hefur Cassini ítrekað brotið blað í vísindasögunni. Lendingarfarið Huygens, sem ferðaðist með Cassini, lenti á tunglinu Títan 14. janúar 2005 og sendi myndir af yfirborði þess til Jarðar. Síðan þá hefur geimfarið myndað og aflað upplýsinga um hin miklu metanhöf á Títan og lífvænleg skilyrði á tunglinu Enkeladusi en þar leynist vatn á 30 til 40 kílómetra dýpi undir ísilagðri auðn. Geimfarið bragðaði jafnframt á vatnsstrókum sem Enkeladus spýr úr suðurpól sínum. Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Cassini hefur jafnframt horft ofan í ómælisdýpið á norðurpól Satúrnusar. Umhverfis hyldýpið geisar ævaforn fellibylur sem teygir anga sína yfir rúmlega tvö þúsund kílómetra. Þetta er aðeins brotabrot af uppgötvunum Cassini. Þessar uppgötvanir eru ástæðan fyrir því að næstu ferðalangar mannkyns til Satúrnusar, sama hvort þeir verða vélrænir eða af holdi og blóði, munu fara þangað í leit að lífi. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Satúrnus Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þrettán ára dansi geimfarsins Cassini umhverfis Satúrnus er lokið. Geimfarið, sem skotið var á loft frá Canaveral-höfða 15. október 1997, hefur varpað nýju ljósi á þetta djásn sólkerfisins og hið stórbrotna kerfi hringa sem einkenna það. Cassini er einhver merkasti vísindaleiðangur mannkynssögunnar. Yfir fjögur þúsund vísindagreinar, sem byggja á gögnum Cassini, hafa verið birtar. Á hringsóli sínu um Satúrnus hefur geimfarið jafnframt svipt hulunni af leyndardómum sem leynast á fylgitunglum plánetunnar. Risinn og fylgitunglið dularfulla. Cassini náði þessari einstöku mynd af Satúrnusi og stærsta fylgitungli þess, Títan. Þvermál tunglsins er 5.150 kílómetrar (þvermál tunglsins okkar er rúmlega 1.700 kílómetrar). Í gær tók Cassini sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Leiðangri farsins lauk í lofthjúpi plánetunnar sem það hefur hringsólað um síðasta áratug. Á ógnarhraða fuðraði Cassini upp. Mælitækin, linsurnar, tölvubúnaðurinn og plútóníumkjarninn sem knúið hefur geimfarið leystust upp í andrúmslofti plánetunnar. Cassini er nú endanlega orðinn hluti af Satúrnusi. Ævintýrið hefst. Sjö ára ferðalag Cassini og lendingarfarsins Huygens hófst með geimskoti af Canaveral-höfða seint að kveldi þann 15. október 1997. Cassini-Huygens hóf sig á loft með TitanIVB/Centaur-eldflaug. Á síðustu þrettán árum hefur Cassini ítrekað brotið blað í vísindasögunni. Lendingarfarið Huygens, sem ferðaðist með Cassini, lenti á tunglinu Títan 14. janúar 2005 og sendi myndir af yfirborði þess til Jarðar. Síðan þá hefur geimfarið myndað og aflað upplýsinga um hin miklu metanhöf á Títan og lífvænleg skilyrði á tunglinu Enkeladusi en þar leynist vatn á 30 til 40 kílómetra dýpi undir ísilagðri auðn. Geimfarið bragðaði jafnframt á vatnsstrókum sem Enkeladus spýr úr suðurpól sínum. Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Cassini hefur jafnframt horft ofan í ómælisdýpið á norðurpól Satúrnusar. Umhverfis hyldýpið geisar ævaforn fellibylur sem teygir anga sína yfir rúmlega tvö þúsund kílómetra. Þetta er aðeins brotabrot af uppgötvunum Cassini. Þessar uppgötvanir eru ástæðan fyrir því að næstu ferðalangar mannkyns til Satúrnusar, sama hvort þeir verða vélrænir eða af holdi og blóði, munu fara þangað í leit að lífi.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Satúrnus Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira