Útrýmum kjarnorkuvopnum, án tafar! Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson skrifar 19. september 2017 07:00 Þann 20. september næstkomandi verða merkileg tímamót í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem kunna að skipta sköpum fyrir framtíð mannkyns. Þann dag gefst aðildarríkjum SÞ kostur á að undirrita sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum. Samningur þessi er niðurstaða af viðræðum þjóða heims og var samþykktur af 121 ríki fyrr í sumar. Því miður kusu íslensk stjórnvöld að sniðganga viðræður þessar og fylgdu þannig afstöðu Nató í málinu. Kjarnorkuvopnaeign er sem kunnugt er einn af hornsteinum hernaðarstefnu Nató og áskilur bandalagið sér rétt til að beita þessum vopnum að fyrra bragði. Grannþjóðir okkar sem ekki eru aðilar að Nató hafa þó þorað að styðja málið. Má þar nefna bæði Íra og Svía, en þeir síðarnefndu fengu lítt dulbúnar hótanir frá Trump-stjórninni vegna afstöðu sinnar. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er viðbragð við þeirri staðreynd að þrátt fyrir gildandi afvopnunarsamninga hafa kjarnorkuveldin ekki gert neitt til að vinna að útrýmingu kjarnavopna. Þvert á móti hafa þau ausið fjármunum í þróun og rannsóknarstarf, með þeim afleiðingum að framleiðsla kjarnavopna verður sífellt auðveldari. Norður-Kórea er skýrasta dæmið um það. Illu heilli verður Ísland ekki í hópi þeirra landa sem fyrst munu staðfesta samninginn. Hernaðarandstæðingar hvetja hins vegar stjórnvöld til að hverfa af núverandi braut fylgispektar við kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og Nató, en skipa sér þess í stað í sveit með friðelskandi þjóðum heims – áður en það verður of seint. Auður Lilja Erlingsdóttir er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.Stefán Pálsson er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þann 20. september næstkomandi verða merkileg tímamót í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem kunna að skipta sköpum fyrir framtíð mannkyns. Þann dag gefst aðildarríkjum SÞ kostur á að undirrita sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum. Samningur þessi er niðurstaða af viðræðum þjóða heims og var samþykktur af 121 ríki fyrr í sumar. Því miður kusu íslensk stjórnvöld að sniðganga viðræður þessar og fylgdu þannig afstöðu Nató í málinu. Kjarnorkuvopnaeign er sem kunnugt er einn af hornsteinum hernaðarstefnu Nató og áskilur bandalagið sér rétt til að beita þessum vopnum að fyrra bragði. Grannþjóðir okkar sem ekki eru aðilar að Nató hafa þó þorað að styðja málið. Má þar nefna bæði Íra og Svía, en þeir síðarnefndu fengu lítt dulbúnar hótanir frá Trump-stjórninni vegna afstöðu sinnar. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er viðbragð við þeirri staðreynd að þrátt fyrir gildandi afvopnunarsamninga hafa kjarnorkuveldin ekki gert neitt til að vinna að útrýmingu kjarnavopna. Þvert á móti hafa þau ausið fjármunum í þróun og rannsóknarstarf, með þeim afleiðingum að framleiðsla kjarnavopna verður sífellt auðveldari. Norður-Kórea er skýrasta dæmið um það. Illu heilli verður Ísland ekki í hópi þeirra landa sem fyrst munu staðfesta samninginn. Hernaðarandstæðingar hvetja hins vegar stjórnvöld til að hverfa af núverandi braut fylgispektar við kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og Nató, en skipa sér þess í stað í sveit með friðelskandi þjóðum heims – áður en það verður of seint. Auður Lilja Erlingsdóttir er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.Stefán Pálsson er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar