Fótbolti

Hannes: Hittum ekki á okkar besta dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þegar Arnar Björnsson hitti á Hannes Halldórsson, landsliðsmarkvörð, eftir tap Íslands gegn Finnlandi í dag var verið að spila endursýningu á sigurmarki Finna og gat Hannes ekki séð hann ætti neinn séns í að verja spyrnuna sem fór í slánna og inn.

„Hann smellhittir hann og þetta er kannski dæmi um hvernig þetta var,“ sagði Hannes svo þegar hann gat byrjað viðtalið.

„Þeirra dagur í dag en ekki okkar. Ég hafði frá upphafi á tilfinningunni að við ættum undir högg að sækja. Við áttum ekki okkar besta dag, því miður.“

„Vorum ákveðnir í því að koma hérna og vinna, en það gekk ekki. Við fengum sénsa til þess að komast inn í þetta, maður veit ekki hvað hefði gerst ef við hefðum náð að jafna.“

Hannes segir úrslitin í dag ekki breyta markmiðum íslenska liðsins. „Markmiðið er óbreytt, það verður bara skrítnari leiðin þangað.“

„Við verðum bara að bretta upp ermar og vera klárir á þriðjudaginn,“ sagði Hannes.

„Kannski það jákvæða að við hefðum alveg getað stolið stigum, þrátt fyrir að vera ekki að spila okkar besta leik.“


Tengdar fréttir

Twitter: Dómarinn í eldlínunni

Eins og alltaf þegar stór viðburður á sér stað lætur samfélagið vel í sér heyra á Twitter. Landsleikur Finnlands og Íslands er engin undantekning




Fleiri fréttir

Sjá meira


×