Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. september 2017 06:00 Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum í samfélaginu.Miklu fleiri leiðir til sparnaðar Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta „kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að kaupa hlutabréf. Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði. Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaafslátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.Kolröng forgangsröðun Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaafslætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heilbrigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlkaðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda! Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í samfélaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum í samfélaginu.Miklu fleiri leiðir til sparnaðar Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta „kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að kaupa hlutabréf. Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði. Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaafslátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.Kolröng forgangsröðun Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaafslætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heilbrigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlkaðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda! Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í samfélaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.Höfundur er jafnaðarmaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun