Hringskýring Seðlabankans Agnar Tómas Möller skrifar 6. september 2017 07:00 Reynsla okkar Íslendinga af svokölluðum vaxtamunarviðskiptum á árunum 2004 til 2008 rennur seint úr minni. Erlent fjármagn streymdi hér í skammtímafjárfestingar í vöxtum í gríðarlegu magni og var ein af meginástæðunum fyrir því mikla ójafnvægi sem myndaðist í íslenska hagkerfinu á þeim árum. Sumarið 2015 byrjuðu erlendir aðilar að fjárfesta á ný í íslenskum vöxtum, nær eingöngu í langtíma ríkisskuldabréfum og voru að tilstuðlan Seðlabankans sett lög sem heimila bankanum að virkja svokallað „fjárstreymistæki“, eins og innflæðihöftin eru oft kölluð. Slík höft eru sett á þótt tímalengd þeirra fjárfestinga seinustu ár hafi verið um 4-5 sinnum lengri að jafnaði en tíðkaðist fyrir hrun og hlutfall af veltu á skuldabréfamarkaði einungis 3 prósent. Útfærsla haftanna kveður á um að 40 prósent af innflæði skuli vera bundin til eins árs á vaxtalausum reikningi, óháð hvort um sé að ræða skammtíma víxla eða langtíma fjármögnun til fyrirtækja eða fjárfestinga í íslensku atvinnulífi. Áhrifin hafa verið þau að erlend fjárfesting í skuldabréfum er næstum horfin. Ein helstu rök bankans fyrir innflæðishöftunum voru þau að fjárfestingar erlendra aðila í langtímaskuldabréfum trufluðu miðlun peningastefnunnar með því að lækka óeðlilega verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur einfaldlega reynst röng eftiráskýring – verðbólguspá Seðlabankans á árunum 2015-16 reyndist alltof há, en bankinn spáði þá um 4 prósent verðbólgu á sama tíma og markaðurinn spáði 3 prósentum til næstu ára að meðaltali. Raunveruleikinn var svo sá að markaðurinn spáði mun nær raunverulegri verðbólgu sem var á bilinu 1,5-2,0 prósent ári síðar. Nú þegar höftum hefur verið aflétt koma afleiðingar innflæðishaftanna æ skýrar í ljós þegar fjármagn streymir út úr hagkerfinu á sama tíma og innflæði að utan er nær frosið. Frá því að innflæðishöftin voru sett á hefur vaxtaálag á virkustu útgáfu atvinnuhúsnæðisfélaganna, útgáfu Reita til 2044, nærri þrefaldast, álag á sértryggð skuldabréf bankanna, sem stýra húsnæðisvöxtum, hefur hækkað og grunnvextir ríkisbréfa til 2-3 ára eru umtalsvert yfir innlánakjörum bankanna þótt markaðsaðilar og greinendur geri að meðaltali ráð fyrir að vextir muni lækka lítillega horft fram á veginn. Tilkoma innflæðishafta er því að hækka vaxtaálagið á ríki, fyrirtæki og heimili. Ummæli Seðlabankastjóra í lok júlí á fréttaveitunni Bloomberg um vænt skammlífi innflæðishaftanna gáfu vonir um endalok þessarar óheillaþróunar. Sú von varði þó ekki lengi því yfirlýsing Seðlabankastjóra eftir vaxtaákvörðun í lok ágúst var á annan veg. Þar segir að höftin verði ekki afnumin fyrr en langtíma vaxtamunur muni minnka, eða orðrétt að „ef núverandi spár rætast ætti að verða framhald á þeirri þróun [þ.e. lækkun langtímavaxtamunar] á næstu misserum og forsendur þess að draga úr notkun tækisins ættu þá að batna enn frekar“. Eftir níu ár í höftum beina innlendir aðilar nú fjármagni sínu í talsverðum mæli erlendis á sama tíma og stíf höft eru á stærstum hluta fjárfestinga erlendra aðila. Afleiðingin er að krónan veikist, verðbólguvæntingar hækka og langtímavextir samhliða. Hvernig seðlabankastjóri getur spáð lækkandi langtímavaxtamun við útlönd við slíkar aðstæður vekur furðu og hlýtur að byggjast á spám um hratt hækkandi langtímavexti erlendis. Ef slíkar spár væru marktækar væri sannarlega búið að finna upp gullgerðarvélina á fjármálamörkuðum enda engar vísbendingar um að spár greiningaraðila séu marktækt betri en spár fjármálamarkaða á hverjum tíma. Enda eru þær spár sem seðlabankastjóri vísar í, þvert á þróun á erlendum skuldabréfamörkuðum hvar langtímavextir okkar stærstu viðskiptalanda, svo sem Bretlands, Bandaríkjanna og Þýskalands, hafa verið að lækka um 0,1-0,2 prósent undanfarna mánuði á sama tíma og þeir hafa snarhækkað hér. Skilyrði Seðlabankans fyrir afnámi hinna skaðlegu innflæðishafta bíta því í skottið á sér og flokkast einfaldlega undir „hringskýringar“.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Reynsla okkar Íslendinga af svokölluðum vaxtamunarviðskiptum á árunum 2004 til 2008 rennur seint úr minni. Erlent fjármagn streymdi hér í skammtímafjárfestingar í vöxtum í gríðarlegu magni og var ein af meginástæðunum fyrir því mikla ójafnvægi sem myndaðist í íslenska hagkerfinu á þeim árum. Sumarið 2015 byrjuðu erlendir aðilar að fjárfesta á ný í íslenskum vöxtum, nær eingöngu í langtíma ríkisskuldabréfum og voru að tilstuðlan Seðlabankans sett lög sem heimila bankanum að virkja svokallað „fjárstreymistæki“, eins og innflæðihöftin eru oft kölluð. Slík höft eru sett á þótt tímalengd þeirra fjárfestinga seinustu ár hafi verið um 4-5 sinnum lengri að jafnaði en tíðkaðist fyrir hrun og hlutfall af veltu á skuldabréfamarkaði einungis 3 prósent. Útfærsla haftanna kveður á um að 40 prósent af innflæði skuli vera bundin til eins árs á vaxtalausum reikningi, óháð hvort um sé að ræða skammtíma víxla eða langtíma fjármögnun til fyrirtækja eða fjárfestinga í íslensku atvinnulífi. Áhrifin hafa verið þau að erlend fjárfesting í skuldabréfum er næstum horfin. Ein helstu rök bankans fyrir innflæðishöftunum voru þau að fjárfestingar erlendra aðila í langtímaskuldabréfum trufluðu miðlun peningastefnunnar með því að lækka óeðlilega verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur einfaldlega reynst röng eftiráskýring – verðbólguspá Seðlabankans á árunum 2015-16 reyndist alltof há, en bankinn spáði þá um 4 prósent verðbólgu á sama tíma og markaðurinn spáði 3 prósentum til næstu ára að meðaltali. Raunveruleikinn var svo sá að markaðurinn spáði mun nær raunverulegri verðbólgu sem var á bilinu 1,5-2,0 prósent ári síðar. Nú þegar höftum hefur verið aflétt koma afleiðingar innflæðishaftanna æ skýrar í ljós þegar fjármagn streymir út úr hagkerfinu á sama tíma og innflæði að utan er nær frosið. Frá því að innflæðishöftin voru sett á hefur vaxtaálag á virkustu útgáfu atvinnuhúsnæðisfélaganna, útgáfu Reita til 2044, nærri þrefaldast, álag á sértryggð skuldabréf bankanna, sem stýra húsnæðisvöxtum, hefur hækkað og grunnvextir ríkisbréfa til 2-3 ára eru umtalsvert yfir innlánakjörum bankanna þótt markaðsaðilar og greinendur geri að meðaltali ráð fyrir að vextir muni lækka lítillega horft fram á veginn. Tilkoma innflæðishafta er því að hækka vaxtaálagið á ríki, fyrirtæki og heimili. Ummæli Seðlabankastjóra í lok júlí á fréttaveitunni Bloomberg um vænt skammlífi innflæðishaftanna gáfu vonir um endalok þessarar óheillaþróunar. Sú von varði þó ekki lengi því yfirlýsing Seðlabankastjóra eftir vaxtaákvörðun í lok ágúst var á annan veg. Þar segir að höftin verði ekki afnumin fyrr en langtíma vaxtamunur muni minnka, eða orðrétt að „ef núverandi spár rætast ætti að verða framhald á þeirri þróun [þ.e. lækkun langtímavaxtamunar] á næstu misserum og forsendur þess að draga úr notkun tækisins ættu þá að batna enn frekar“. Eftir níu ár í höftum beina innlendir aðilar nú fjármagni sínu í talsverðum mæli erlendis á sama tíma og stíf höft eru á stærstum hluta fjárfestinga erlendra aðila. Afleiðingin er að krónan veikist, verðbólguvæntingar hækka og langtímavextir samhliða. Hvernig seðlabankastjóri getur spáð lækkandi langtímavaxtamun við útlönd við slíkar aðstæður vekur furðu og hlýtur að byggjast á spám um hratt hækkandi langtímavexti erlendis. Ef slíkar spár væru marktækar væri sannarlega búið að finna upp gullgerðarvélina á fjármálamörkuðum enda engar vísbendingar um að spár greiningaraðila séu marktækt betri en spár fjármálamarkaða á hverjum tíma. Enda eru þær spár sem seðlabankastjóri vísar í, þvert á þróun á erlendum skuldabréfamörkuðum hvar langtímavextir okkar stærstu viðskiptalanda, svo sem Bretlands, Bandaríkjanna og Þýskalands, hafa verið að lækka um 0,1-0,2 prósent undanfarna mánuði á sama tíma og þeir hafa snarhækkað hér. Skilyrði Seðlabankans fyrir afnámi hinna skaðlegu innflæðishafta bíta því í skottið á sér og flokkast einfaldlega undir „hringskýringar“.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar