Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - Þjóðleiðin um Breiðamerkursand Páll Imsland skrifar 7. september 2017 07:00 Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun