Endurskoðun stjórnarskrárinnar – Eftir hverju er beðið? Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon skrifar 7. september 2017 07:00 Í grein í þessu blaði 10. nóvember sl. rifjuðum við upp tilraunir undanfarinna ára til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar, þ. á m. setningar laga um Stjórnlagaþing árið 2010 og tillögur Stjórnlagaráðs sem kynntar voru á þeim grunni sumarið 2011. Við vísuðum einnig til þess að í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 samþykktu 64,2% þeirra sem greiddu atkvæði að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þótt fyrir lægi að uppi væri afgerandi krafa um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar töldum við að ekki yrði hjá því litið að umræða síðustu missera hefur einkennst af togstreitu milli þeirra sem telja að leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar, meira eða minna óbreyttar, og þeirra sem virðast vilja sem allra minnstar eða jafnvel engar breytingar. Við þessar aðstæður lögðum við eftirfarandi til:1. Að Alþingi samþykki langtímaáætlun, t.d. 12 ár, um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, helst einróma, þar sem vísað væri til helstu efnislegu forsendna endurskoðunar, svo sem frumvarps Stjórnlagaráðs og reynslunnar af gildandi reglum.2. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um stofnun a.m.k. 30 manna Stjórnarskrárráðs sem í væri valið af handahófi (þó þannig að gætt væri að jöfnum hlutföllum kynja og kjördæma) úr hópi þeirra Íslendinga sem gæfu kost á sér til þessara starfa. Gera ætti ráð fyrir því að ráðið kæmi til fundar a.m.k. einu sinni á ári og skipun í ráðið væri tímabundin.3. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um skipun stjórnarskrárnefndar sem í eiga sæti a.m.k. fimm sérfræðingar á sviði stjórnlaga, stjórnmálafræði og/eða stjórnmálaheimspeki. Hlutverk nefndarinnar ætti að vera að undirbúa tillögur, eftir atvikum með aðstoð annarra sérfræðinga og/eða vinnuhópa, sem lagðar yrðu fyrir Stjórnarskrárráð til nánari umfjöllunar, samþykktar, synjunar eða breytinga. Stjórnarskrárráð gæti einnig lagt fyrir nefndina að vinna tillögur um ákveðin efni eða sett henni markmið. Með því fyrirkomulagi sem hér var gerð tillaga um væri ekki haggað við reglum gildandi stjórnskipunar um breytingar á stjórnarskránni. Eftir sem áður yrði það því í höndum ráðherra og þingmanna að leggja fram formleg frumvörp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi sem hefði, ásamt þjóðinni, lokaorðið um breytingar. Með þessu væri hins vegar orðinn til sjálfstæður ferill og nýtt samtal um heildarendurskoðun, með aðkomu almennings studds af sérfræðingum, sem gæti rofið núverandi þrátefli og varðað veginn til sáttar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir eftirfarandi um stjórnarskrármál: „Unnið verður að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á grundvelli þess viðamikla starfs sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Ríkisstjórnin mun bjóða öllum þingflokkum á Alþingi að skipa fulltrúa í þingmannanefnd sem mun starfa með færustu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar að sem bestri sátt um tillögur að breytingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sérstakt markmið er að breytingatillögur fái góða kynningu og umræðu fyrir framlagningu á Alþingi og vandaða þinglega meðferð sem eftir atvikum verði með opnum fundum. Hugað verði að breytingum á kjördæmaskipan með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af síðustu breytingum í þeim efnum. Kosningalöggjöf verði yfirfarin samhliða því starfi með það fyrir augum að hún verði einfaldari og miði að meira jafnræði í atkvæðavægi.“ Umrædd stefnuyfirlýsing er góð og gild eins langt og hún nær. Nú, hartnær átta mánuðum eftir að ríkisstjórnin tók til starfa, sér þess hins vegar lítil merki að henni sé fylgt eftir í verki. Vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili bar ekki árangur. Ef núverandi ríkisstjórn hefur raunverulegan áhuga á því að standa við stefnuyfirlýsingu sína um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, þ.á.m. flókinnar og umdeildrar kjördæma- og kosningaskipanar lýðveldisins, hljótum við einfaldlega að spyrja: Eftir hverju er beðið? Greinarhöfundur sátu í stjórnlaganefnd 2010-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í grein í þessu blaði 10. nóvember sl. rifjuðum við upp tilraunir undanfarinna ára til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar, þ. á m. setningar laga um Stjórnlagaþing árið 2010 og tillögur Stjórnlagaráðs sem kynntar voru á þeim grunni sumarið 2011. Við vísuðum einnig til þess að í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 samþykktu 64,2% þeirra sem greiddu atkvæði að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þótt fyrir lægi að uppi væri afgerandi krafa um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar töldum við að ekki yrði hjá því litið að umræða síðustu missera hefur einkennst af togstreitu milli þeirra sem telja að leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar, meira eða minna óbreyttar, og þeirra sem virðast vilja sem allra minnstar eða jafnvel engar breytingar. Við þessar aðstæður lögðum við eftirfarandi til:1. Að Alþingi samþykki langtímaáætlun, t.d. 12 ár, um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, helst einróma, þar sem vísað væri til helstu efnislegu forsendna endurskoðunar, svo sem frumvarps Stjórnlagaráðs og reynslunnar af gildandi reglum.2. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um stofnun a.m.k. 30 manna Stjórnarskrárráðs sem í væri valið af handahófi (þó þannig að gætt væri að jöfnum hlutföllum kynja og kjördæma) úr hópi þeirra Íslendinga sem gæfu kost á sér til þessara starfa. Gera ætti ráð fyrir því að ráðið kæmi til fundar a.m.k. einu sinni á ári og skipun í ráðið væri tímabundin.3. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um skipun stjórnarskrárnefndar sem í eiga sæti a.m.k. fimm sérfræðingar á sviði stjórnlaga, stjórnmálafræði og/eða stjórnmálaheimspeki. Hlutverk nefndarinnar ætti að vera að undirbúa tillögur, eftir atvikum með aðstoð annarra sérfræðinga og/eða vinnuhópa, sem lagðar yrðu fyrir Stjórnarskrárráð til nánari umfjöllunar, samþykktar, synjunar eða breytinga. Stjórnarskrárráð gæti einnig lagt fyrir nefndina að vinna tillögur um ákveðin efni eða sett henni markmið. Með því fyrirkomulagi sem hér var gerð tillaga um væri ekki haggað við reglum gildandi stjórnskipunar um breytingar á stjórnarskránni. Eftir sem áður yrði það því í höndum ráðherra og þingmanna að leggja fram formleg frumvörp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi sem hefði, ásamt þjóðinni, lokaorðið um breytingar. Með þessu væri hins vegar orðinn til sjálfstæður ferill og nýtt samtal um heildarendurskoðun, með aðkomu almennings studds af sérfræðingum, sem gæti rofið núverandi þrátefli og varðað veginn til sáttar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir eftirfarandi um stjórnarskrármál: „Unnið verður að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á grundvelli þess viðamikla starfs sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Ríkisstjórnin mun bjóða öllum þingflokkum á Alþingi að skipa fulltrúa í þingmannanefnd sem mun starfa með færustu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar að sem bestri sátt um tillögur að breytingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sérstakt markmið er að breytingatillögur fái góða kynningu og umræðu fyrir framlagningu á Alþingi og vandaða þinglega meðferð sem eftir atvikum verði með opnum fundum. Hugað verði að breytingum á kjördæmaskipan með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af síðustu breytingum í þeim efnum. Kosningalöggjöf verði yfirfarin samhliða því starfi með það fyrir augum að hún verði einfaldari og miði að meira jafnræði í atkvæðavægi.“ Umrædd stefnuyfirlýsing er góð og gild eins langt og hún nær. Nú, hartnær átta mánuðum eftir að ríkisstjórnin tók til starfa, sér þess hins vegar lítil merki að henni sé fylgt eftir í verki. Vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili bar ekki árangur. Ef núverandi ríkisstjórn hefur raunverulegan áhuga á því að standa við stefnuyfirlýsingu sína um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, þ.á.m. flókinnar og umdeildrar kjördæma- og kosningaskipanar lýðveldisins, hljótum við einfaldlega að spyrja: Eftir hverju er beðið? Greinarhöfundur sátu í stjórnlaganefnd 2010-2011.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun