Pólitísk ábyrgð Kjartans Magnússonar Magnús Már Guðmundsson skrifar 7. september 2017 07:00 Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins. Málinu er því ekki lokið og þarfnast miklu frekari skoðunar, sem þarf að gera af festu og ábyrgð frekar en af taugaveiklun. En því miður og eins og oft áður, laðast örvæntingarfullir stjórnmálamenn að Orkuveitunni – og reyna að slá pólitískar keilur. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt hér í Fréttablaðinu fyrir helgi sýnir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi áður óþekkta takta. Þar kallar hann eftir því að einhver taki pólitíska ábyrgð á málinu og kennir svo Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Samfylkingunni um ástand hússins. Kjartan kallar líka eftir rannsókn á þessu öllu saman – ekki bara tjóninu á Orkuveituhúsinu heldur öllu ferlinu frá því að ákvörðun um byggingu hússins var tekin og kostnaði vegna byggingar hússins. Margt af þessu liggur þó nú þegar fyrir. Þrátt fyrir að Kjartan hafi, líkt og undirritaður, lagt stund á sagnfræði – þá vísvitandi ákveður hann að gera tilraun til að blekkja almenning frekar en að horfast í augu við eigin fortíð í málinu. Veturinn 1999-2000 er ákveðið að byggja húsnæðið á Bæjarhálsi. Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 2000. Það var nokkrum mánuðum áður en að Samfylkingin var yfirhöfuð orðin til. Á þessum tíma átti Dagur B. Eggertsson ekki sæti í borgarstjórn. Hann bjó í Svíþjóð, nýútskrifaður úr læknisfræði. Tvö ár liðu því frá því að skóflustunga var tekin að höfuðstöðvum OR þangað til Dagur var kjörinn í borgarstjórn fyrir R-listann. Kjartan Magnússon teygir sig lengra en venjulega í tilraunum sínum til að gera hræðilegt ástand hússins að pólitísku deilumáli – og það með ósmekklegum hætti. Áður en við förum að benda á sökudólga í málinu þarf liggja fyrir hvers vegna húsið er í þessu ástandi, dómskvaddir matsmenn þurfa að skera úr um það og segja til um hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem komu að byggingu höfuðstöðvanna á sínum tíma. Það er hins vegar allt annað mál að rýna í hverjir komu að ákvörðuninni um að reisa húsið. Fyrir liggur þó að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti byggingu höfuðstöðvanna bæði í stjórn veitustofnana og í borgarráði. Eini núverandi borgarfulltrúinn sem starfaði á vettvangi borgarstjórnar þegar þetta allt saman átti sér stað var hver? Jú, áðurnefndur Kjartan Magnússon. Greinarhöfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins. Málinu er því ekki lokið og þarfnast miklu frekari skoðunar, sem þarf að gera af festu og ábyrgð frekar en af taugaveiklun. En því miður og eins og oft áður, laðast örvæntingarfullir stjórnmálamenn að Orkuveitunni – og reyna að slá pólitískar keilur. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt hér í Fréttablaðinu fyrir helgi sýnir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi áður óþekkta takta. Þar kallar hann eftir því að einhver taki pólitíska ábyrgð á málinu og kennir svo Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Samfylkingunni um ástand hússins. Kjartan kallar líka eftir rannsókn á þessu öllu saman – ekki bara tjóninu á Orkuveituhúsinu heldur öllu ferlinu frá því að ákvörðun um byggingu hússins var tekin og kostnaði vegna byggingar hússins. Margt af þessu liggur þó nú þegar fyrir. Þrátt fyrir að Kjartan hafi, líkt og undirritaður, lagt stund á sagnfræði – þá vísvitandi ákveður hann að gera tilraun til að blekkja almenning frekar en að horfast í augu við eigin fortíð í málinu. Veturinn 1999-2000 er ákveðið að byggja húsnæðið á Bæjarhálsi. Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 2000. Það var nokkrum mánuðum áður en að Samfylkingin var yfirhöfuð orðin til. Á þessum tíma átti Dagur B. Eggertsson ekki sæti í borgarstjórn. Hann bjó í Svíþjóð, nýútskrifaður úr læknisfræði. Tvö ár liðu því frá því að skóflustunga var tekin að höfuðstöðvum OR þangað til Dagur var kjörinn í borgarstjórn fyrir R-listann. Kjartan Magnússon teygir sig lengra en venjulega í tilraunum sínum til að gera hræðilegt ástand hússins að pólitísku deilumáli – og það með ósmekklegum hætti. Áður en við förum að benda á sökudólga í málinu þarf liggja fyrir hvers vegna húsið er í þessu ástandi, dómskvaddir matsmenn þurfa að skera úr um það og segja til um hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem komu að byggingu höfuðstöðvanna á sínum tíma. Það er hins vegar allt annað mál að rýna í hverjir komu að ákvörðuninni um að reisa húsið. Fyrir liggur þó að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti byggingu höfuðstöðvanna bæði í stjórn veitustofnana og í borgarráði. Eini núverandi borgarfulltrúinn sem starfaði á vettvangi borgarstjórnar þegar þetta allt saman átti sér stað var hver? Jú, áðurnefndur Kjartan Magnússon. Greinarhöfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar