Raddstýrða stríðið Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Smásölumarkaðurinn vestanhafs var heldur betur í sviðsljósinu í síðustu viku. Hluthafar Whole Foods samþykktu formlega að selja verslanakeðjuna til Amazon á ríflega 1.500 milljarða króna og nýju eigendurnir ætla strax að lækka vöruverð. Samdægurs bárust áhugaverð tíðindi frá Google. Frá og með síðari hluta september geta notendur snjallhátalarans Google Home keypt vörur frá stærsta smásala heims, Wal-Mart, með raddskipunum.Amazon með forystu Flestum ber saman um að samstarf Google og Wal-Mart sé svar við auknum umsvifum Amazon. Jeff Bezos og félagar hafa lagt ríka áherslu á þróun og sölu Amazon Echo snjallhátalara að undanförnu og nífaldaðist salan á síðasta ári. Echo hefur í dag tæplega þrisvar sinnum fleiri virka notendur en Google Home. Markmiðið er þó ekki eingöngu að selja sem flesta hátalara heldur að hagnast á notkuninni. Ljóst er að Amazon og Google telja raddstýrð innkaup spennandi markað og þó Amazon hafi hingað til verið mun meira áberandi í smásölu á vefnum er samstarfið við Wal-Mart afar stórt skref fyrir Google og markaðstorg þeirra, Google Express. Vörur Costco, Target, Walgreens, Toys R Us og fleiri risa hafa reyndar verið í boði á markaðstorginu (meira að segja Whole Foods) og frá því í febrúar hefur verið hægt að panta vörur með raddstýringu en með tilkomu Wal-Mart færist samkeppnin á annað plan.Næsta skref í vefverslun Það getur verið erfitt að átta sig á áhrifum aukinnar samkeppni en stundum er hægt að sjá vísbendingar í verðlagningu hlutabréfa. Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup Amazon á Whole Foods í byrjun sumars féllu hlutabréf Costco um 3% og um önnur 5% á miðvikudaginn þegar Amazon greindi frá verðlækkunum. Það er því ljóst að markaðurinn lítur svo á að taka þurfi vefverslun alvarlega. Ekkert er þó ennþá í boði hér heima. Google heyrir vissulega íslensku og getur skrifað niður talað mál, en gervigreind Google Assistant býður ekki enn upp á samskipti á tungumálinu frekar en Alexa (gervigreind Amazon), Cortana (Microsoft) og Siri (Apple). Íslenskir neytendur munu þó væntanlega ekki láta bjóða sér það til lengdar og munu nota þær lausnir sem í boði verða, hvort sem raddstýring tækja, verslunar, tónlistar og fleira verður á íslensku eða ensku.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Smásölumarkaðurinn vestanhafs var heldur betur í sviðsljósinu í síðustu viku. Hluthafar Whole Foods samþykktu formlega að selja verslanakeðjuna til Amazon á ríflega 1.500 milljarða króna og nýju eigendurnir ætla strax að lækka vöruverð. Samdægurs bárust áhugaverð tíðindi frá Google. Frá og með síðari hluta september geta notendur snjallhátalarans Google Home keypt vörur frá stærsta smásala heims, Wal-Mart, með raddskipunum.Amazon með forystu Flestum ber saman um að samstarf Google og Wal-Mart sé svar við auknum umsvifum Amazon. Jeff Bezos og félagar hafa lagt ríka áherslu á þróun og sölu Amazon Echo snjallhátalara að undanförnu og nífaldaðist salan á síðasta ári. Echo hefur í dag tæplega þrisvar sinnum fleiri virka notendur en Google Home. Markmiðið er þó ekki eingöngu að selja sem flesta hátalara heldur að hagnast á notkuninni. Ljóst er að Amazon og Google telja raddstýrð innkaup spennandi markað og þó Amazon hafi hingað til verið mun meira áberandi í smásölu á vefnum er samstarfið við Wal-Mart afar stórt skref fyrir Google og markaðstorg þeirra, Google Express. Vörur Costco, Target, Walgreens, Toys R Us og fleiri risa hafa reyndar verið í boði á markaðstorginu (meira að segja Whole Foods) og frá því í febrúar hefur verið hægt að panta vörur með raddstýringu en með tilkomu Wal-Mart færist samkeppnin á annað plan.Næsta skref í vefverslun Það getur verið erfitt að átta sig á áhrifum aukinnar samkeppni en stundum er hægt að sjá vísbendingar í verðlagningu hlutabréfa. Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup Amazon á Whole Foods í byrjun sumars féllu hlutabréf Costco um 3% og um önnur 5% á miðvikudaginn þegar Amazon greindi frá verðlækkunum. Það er því ljóst að markaðurinn lítur svo á að taka þurfi vefverslun alvarlega. Ekkert er þó ennþá í boði hér heima. Google heyrir vissulega íslensku og getur skrifað niður talað mál, en gervigreind Google Assistant býður ekki enn upp á samskipti á tungumálinu frekar en Alexa (gervigreind Amazon), Cortana (Microsoft) og Siri (Apple). Íslenskir neytendur munu þó væntanlega ekki láta bjóða sér það til lengdar og munu nota þær lausnir sem í boði verða, hvort sem raddstýring tækja, verslunar, tónlistar og fleira verður á íslensku eða ensku.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun