Fjáraustur úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins Þórólfur Matthíasson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun