Fótbolti

Frakkar tóku Hollendinga í kennslustund | Ronaldo skoraði þrisvar framhjá Gunnari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld.

Frakkar rústuðu Hollendingum, 4-0, í A-riðli. Kylian Mbappé, nýjasti liðsmaður Paris Saint-Germain, var á skotskónum sem og þeir Antoine Griezmann og Thomas Lemar sem gerði tvö mörk.

Frakkar eru á toppi riðilsins með 16 stig en Hollendingar í 4. sætinu með 10 stig. Það er því ólíklegt að hollenska liðið sé á leið á HM.

Búlgaría vann óvæntan sigur á Svíþjóð, 3-2, og gerði sig gildandi í baráttunni um 2. sætið í A-riðli. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum.

Þá gerði Lúxemborg sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli.

Cristiano Ronaldo er ekki búinn að skora nema 14 mörk í undankeppni HM.vísir/getty
Staðan í B-riðli breyttist ekkert við úrslit kvöldsins.

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Portúgal vann Færeyjar, 5-1, í Porto. FH-ingurinn Gunnar Nielsen, Grindvíkingurinn Rene Joesen og Jónas Tór Næs og Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmenn ÍBV, komu allir við sögu hjá færeyska liðinu sem er í 4. sæti riðilsins.

Portúgalar eru í 2. sæti með 18 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann Andorra 3-0.

Þá vann Ungverjaland Lettland með þremur mörkum gegn einu.

Hægri bakvörðurinn Thomas Munier skoraði þrennu þegar Belgía slátraði Gíbraltar, 9-0, í H-riðli. Romelu Lukaku skoraði sömuleiðis þrennu fyrir Belga sem eru með sex stiga forskot á toppi riðilsins.

Grikkland, sem er í 2. sæti riðilsins, gerði markalaust jafntefli við Eistland. Þetta var fjórða jafntefli Grikkja í röð.

Kýpur vann svo góðan 3-2 sigur á Bosníu á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×