Launaþróun opinberra starfsmanna í þátíð og framtíð Guðríður Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2017 10:15 Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun