Norðurslóðir loga Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2017 16:43 Samsett gervihnattamynd sýnir reykjarmökkinn yfir norðanverðu Kanada. NASA Þykkur reykur sem liggur yfir stórum hluta norðanverðrar Norður-Ameríku frá eldum sem brenna þar sést á myndum úr geimnum. Á sama tíma halda eldar áfram að brenna á Grænlandi. Eldar hafa brunnið í barrskógum Bresku Kólumbíu í Kanada í meira en mánuð og í byrjun ágúst blossuðu fleiri upp á Norðvestursvæðum landsins. Gríðarlegan reyk hefur lagt norður yfir Norðvestursvæðin, Júkon og Nunavut í norðanverðu Kanada. Svo þykkur er reykurinn að hann sést á gervihnattamyndum sem teknar voru um miðjan mánuðinn, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Gríðarlegt magn svifryks fylgir reyknum og hefur það slegið met, að sögn vísindamanna. „Ef og þegar mökkin leggur yfir byggð svæði gæti dagur breyst í nótt,“ segir Mike Fromm frá Flotarannsóknastöð Bandaríkjanna.Eldarnir á vestanverðu Grænlandi loga í graslendi en ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.AFP/NOAALíklegt að eldar logi á Grænlandi fram í septemberÁ vestanverðu Grænlandi hafa eldar logað í graslendi í hálfan mánuð. Eldarnir brenna á afskekktu svæði en þeir sáust fyrst á gervihnattamyndum í lok júlí. Síðast þegar myndir náðust af þeim um miðjan ágúst fóru þeir vaxandi. Eldarnir þar eru sérstaklega óvanalegir enda er langstærsti hluti Grænlands þakinn íshellu. The Guardian segir að eldarnir nú séu aðeins rúmum 60 kílómetrum frá ísnum, um 145 kílómetrum norðaustur af bænum Sisimiut. Vísindamenn frá Delft-tækniháskólanum í Hollandi segja að sinueldarnir á Grænlandi í sumar séu þeir verstu frá því að skráning á þeim hófst um aldamótin. Sumarið á Grænlandi hefur verið sérlega þurrt og var hitastig tiltölulega hátt áður en eldarnir kviknuðu. Líklegt er talið að eldarnir muni brenna áfram þar til kólna fer í veðri í september.The Greenland fire evolution since July 29 as captured by @ESA_EO 's #sentinel2 pic.twitter.com/Iuk9blyui9— Stef Lhermitte (@StefLhermitte) August 9, 2017 Loftslagsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þykkur reykur sem liggur yfir stórum hluta norðanverðrar Norður-Ameríku frá eldum sem brenna þar sést á myndum úr geimnum. Á sama tíma halda eldar áfram að brenna á Grænlandi. Eldar hafa brunnið í barrskógum Bresku Kólumbíu í Kanada í meira en mánuð og í byrjun ágúst blossuðu fleiri upp á Norðvestursvæðum landsins. Gríðarlegan reyk hefur lagt norður yfir Norðvestursvæðin, Júkon og Nunavut í norðanverðu Kanada. Svo þykkur er reykurinn að hann sést á gervihnattamyndum sem teknar voru um miðjan mánuðinn, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Gríðarlegt magn svifryks fylgir reyknum og hefur það slegið met, að sögn vísindamanna. „Ef og þegar mökkin leggur yfir byggð svæði gæti dagur breyst í nótt,“ segir Mike Fromm frá Flotarannsóknastöð Bandaríkjanna.Eldarnir á vestanverðu Grænlandi loga í graslendi en ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.AFP/NOAALíklegt að eldar logi á Grænlandi fram í septemberÁ vestanverðu Grænlandi hafa eldar logað í graslendi í hálfan mánuð. Eldarnir brenna á afskekktu svæði en þeir sáust fyrst á gervihnattamyndum í lok júlí. Síðast þegar myndir náðust af þeim um miðjan ágúst fóru þeir vaxandi. Eldarnir þar eru sérstaklega óvanalegir enda er langstærsti hluti Grænlands þakinn íshellu. The Guardian segir að eldarnir nú séu aðeins rúmum 60 kílómetrum frá ísnum, um 145 kílómetrum norðaustur af bænum Sisimiut. Vísindamenn frá Delft-tækniháskólanum í Hollandi segja að sinueldarnir á Grænlandi í sumar séu þeir verstu frá því að skráning á þeim hófst um aldamótin. Sumarið á Grænlandi hefur verið sérlega þurrt og var hitastig tiltölulega hátt áður en eldarnir kviknuðu. Líklegt er talið að eldarnir muni brenna áfram þar til kólna fer í veðri í september.The Greenland fire evolution since July 29 as captured by @ESA_EO 's #sentinel2 pic.twitter.com/Iuk9blyui9— Stef Lhermitte (@StefLhermitte) August 9, 2017
Loftslagsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira