Samstarfsmaður Trump bað Pútín um aðstoð Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2017 08:30 Michael Cohen sendi aðstoðarmanni Pútín póst með ósk um aðstoð í fyrra. Vísir/AFP Einn framkvæmdastjóra viðskiptaveldis Donalds Trump reyndi að tryggja fasteignafyrirtæki hans aðstoð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í fyrra á sama tíma og Trump var í framboði til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem voru afhent Bandaríkjaþingi í gær og Washington Post segir frá. Michael Cohen, einn helsti viðskiptaráðgjafi Trump, sendi talsmanni Pútín tölvupóst þar sem hann óskaði eftir aðstoð við að koma byggingaráformum í Moskvu sem voru á ís aftur af stað í janúar í fyrra. „Þar sem þetta verkefni er of mikilvægt óska ég hér með eftir aðstoð þinni. Ég bið virðingarfyllst um að einhver, helst þú, hafir samband svo ég geti rætt smáatriðin og einnig komið á fundum á milli viðeigandi einstaklinga. Með fyrir fram þökkum og ég hlakka til að heyra í þér fljótt,“ skrifaði Cohen til Dmitrí Peskov, náins bandamanns Pútín.Trump og Pútín hittust á fundi G20-ríkjanna í sumar. Pútín er sagður hafa hjálpað Trump í kosningabaráttunni í fyrra.Vísir/AFPFékk ekkert svarWashington Post segir að þetta séu skýrustu samskipti náinna bandamanna Trump og Pútín í kosningabaráttunni sem komið hafi í ljós fram að þessu. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins rannsakar nú hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Cohen, sem var varaforseti viðskiptaveldis Trump, sagði rannsakendum Bandaríkjaþings í gær að hann minntist þess ekki að hafa fengið svar frá Peskov eða að hafa haft frekari samskipti við rússneska embættismenn. Tölvupósturinn sem hann sendi á Peskov virðist einnig hafa verið sendur á almennt póstfang stjórnvalda í Kreml.Neitar að samskiptin sýni fram á samráðLögmaður Trump segir að hann hafi ekkert vitað af skeytasendingum Cohen. Það að Cohen hafi ekki fengið svar staðfesti að ekkert samráð hafi átt sér stað. Byggingaráformin snerust um að reisa Trump-turn í Moskvu. Hætt var við verkefnið í janúar í fyrra þar sem ekki fengust tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Einn framkvæmdastjóra viðskiptaveldis Donalds Trump reyndi að tryggja fasteignafyrirtæki hans aðstoð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í fyrra á sama tíma og Trump var í framboði til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem voru afhent Bandaríkjaþingi í gær og Washington Post segir frá. Michael Cohen, einn helsti viðskiptaráðgjafi Trump, sendi talsmanni Pútín tölvupóst þar sem hann óskaði eftir aðstoð við að koma byggingaráformum í Moskvu sem voru á ís aftur af stað í janúar í fyrra. „Þar sem þetta verkefni er of mikilvægt óska ég hér með eftir aðstoð þinni. Ég bið virðingarfyllst um að einhver, helst þú, hafir samband svo ég geti rætt smáatriðin og einnig komið á fundum á milli viðeigandi einstaklinga. Með fyrir fram þökkum og ég hlakka til að heyra í þér fljótt,“ skrifaði Cohen til Dmitrí Peskov, náins bandamanns Pútín.Trump og Pútín hittust á fundi G20-ríkjanna í sumar. Pútín er sagður hafa hjálpað Trump í kosningabaráttunni í fyrra.Vísir/AFPFékk ekkert svarWashington Post segir að þetta séu skýrustu samskipti náinna bandamanna Trump og Pútín í kosningabaráttunni sem komið hafi í ljós fram að þessu. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins rannsakar nú hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Cohen, sem var varaforseti viðskiptaveldis Trump, sagði rannsakendum Bandaríkjaþings í gær að hann minntist þess ekki að hafa fengið svar frá Peskov eða að hafa haft frekari samskipti við rússneska embættismenn. Tölvupósturinn sem hann sendi á Peskov virðist einnig hafa verið sendur á almennt póstfang stjórnvalda í Kreml.Neitar að samskiptin sýni fram á samráðLögmaður Trump segir að hann hafi ekkert vitað af skeytasendingum Cohen. Það að Cohen hafi ekki fengið svar staðfesti að ekkert samráð hafi átt sér stað. Byggingaráformin snerust um að reisa Trump-turn í Moskvu. Hætt var við verkefnið í janúar í fyrra þar sem ekki fengust tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15