Samstarfsmaður Trump bað Pútín um aðstoð Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2017 08:30 Michael Cohen sendi aðstoðarmanni Pútín póst með ósk um aðstoð í fyrra. Vísir/AFP Einn framkvæmdastjóra viðskiptaveldis Donalds Trump reyndi að tryggja fasteignafyrirtæki hans aðstoð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í fyrra á sama tíma og Trump var í framboði til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem voru afhent Bandaríkjaþingi í gær og Washington Post segir frá. Michael Cohen, einn helsti viðskiptaráðgjafi Trump, sendi talsmanni Pútín tölvupóst þar sem hann óskaði eftir aðstoð við að koma byggingaráformum í Moskvu sem voru á ís aftur af stað í janúar í fyrra. „Þar sem þetta verkefni er of mikilvægt óska ég hér með eftir aðstoð þinni. Ég bið virðingarfyllst um að einhver, helst þú, hafir samband svo ég geti rætt smáatriðin og einnig komið á fundum á milli viðeigandi einstaklinga. Með fyrir fram þökkum og ég hlakka til að heyra í þér fljótt,“ skrifaði Cohen til Dmitrí Peskov, náins bandamanns Pútín.Trump og Pútín hittust á fundi G20-ríkjanna í sumar. Pútín er sagður hafa hjálpað Trump í kosningabaráttunni í fyrra.Vísir/AFPFékk ekkert svarWashington Post segir að þetta séu skýrustu samskipti náinna bandamanna Trump og Pútín í kosningabaráttunni sem komið hafi í ljós fram að þessu. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins rannsakar nú hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Cohen, sem var varaforseti viðskiptaveldis Trump, sagði rannsakendum Bandaríkjaþings í gær að hann minntist þess ekki að hafa fengið svar frá Peskov eða að hafa haft frekari samskipti við rússneska embættismenn. Tölvupósturinn sem hann sendi á Peskov virðist einnig hafa verið sendur á almennt póstfang stjórnvalda í Kreml.Neitar að samskiptin sýni fram á samráðLögmaður Trump segir að hann hafi ekkert vitað af skeytasendingum Cohen. Það að Cohen hafi ekki fengið svar staðfesti að ekkert samráð hafi átt sér stað. Byggingaráformin snerust um að reisa Trump-turn í Moskvu. Hætt var við verkefnið í janúar í fyrra þar sem ekki fengust tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Einn framkvæmdastjóra viðskiptaveldis Donalds Trump reyndi að tryggja fasteignafyrirtæki hans aðstoð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í fyrra á sama tíma og Trump var í framboði til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem voru afhent Bandaríkjaþingi í gær og Washington Post segir frá. Michael Cohen, einn helsti viðskiptaráðgjafi Trump, sendi talsmanni Pútín tölvupóst þar sem hann óskaði eftir aðstoð við að koma byggingaráformum í Moskvu sem voru á ís aftur af stað í janúar í fyrra. „Þar sem þetta verkefni er of mikilvægt óska ég hér með eftir aðstoð þinni. Ég bið virðingarfyllst um að einhver, helst þú, hafir samband svo ég geti rætt smáatriðin og einnig komið á fundum á milli viðeigandi einstaklinga. Með fyrir fram þökkum og ég hlakka til að heyra í þér fljótt,“ skrifaði Cohen til Dmitrí Peskov, náins bandamanns Pútín.Trump og Pútín hittust á fundi G20-ríkjanna í sumar. Pútín er sagður hafa hjálpað Trump í kosningabaráttunni í fyrra.Vísir/AFPFékk ekkert svarWashington Post segir að þetta séu skýrustu samskipti náinna bandamanna Trump og Pútín í kosningabaráttunni sem komið hafi í ljós fram að þessu. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins rannsakar nú hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Cohen, sem var varaforseti viðskiptaveldis Trump, sagði rannsakendum Bandaríkjaþings í gær að hann minntist þess ekki að hafa fengið svar frá Peskov eða að hafa haft frekari samskipti við rússneska embættismenn. Tölvupósturinn sem hann sendi á Peskov virðist einnig hafa verið sendur á almennt póstfang stjórnvalda í Kreml.Neitar að samskiptin sýni fram á samráðLögmaður Trump segir að hann hafi ekkert vitað af skeytasendingum Cohen. Það að Cohen hafi ekki fengið svar staðfesti að ekkert samráð hafi átt sér stað. Byggingaráformin snerust um að reisa Trump-turn í Moskvu. Hætt var við verkefnið í janúar í fyrra þar sem ekki fengust tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15