Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2017 19:53 Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Vísir/NASA Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu. Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu.
Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira