Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2017 19:53 Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Vísir/NASA Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu. Vísindi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu.
Vísindi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira