Viðreisn á villigötum Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. Fjármálaráðherra heldur því fram að erfiðleika í sauðfjárframleiðslu sé að rekja til nýs búvörusamnings. Velferðaráðherra telur að hátt matvælaverð sé til komið vegna matvöru sem nýtur innflutningsverndar. Hvort tveggja er alrangt. Sorglegt er að sjá hve litla þekkingu og skilning þessir ágætu herramenn hafa á málefninu og takmarkaða löngun til að setja sig inn í atvinnugreinar landsbyggðanna. Legg til að þeir stofni leshring og lesi nýja búvörusamninginn. Enn hefur ekkert „kindakíló“ verið framleitt undir nýjum búvörusamningi.Skilvirkari landbúnaður Til að byrja á byrjuninni þá er markmiðið í nýjum búvörusamningi að undirbúa landbúnaðinn fyrir áskoranir næstu ára og gera stuðningskerfið skilvirkara. Skapa greininni fjölbreytt sóknartækifæri með sjálfbærni, nýsköpun, heilnæmi afurða og velferð dýra að leiðarljósi. Auknir fjármunir voru settir í að framfylgja velferð dýra, að efla lífræna ræktun og til að auka fjölbreytni í landbúnaði almennt. Allt neytendum og bændum til hagsbóta. Í nýjum búvörusamningi verða beingreiðslur til bænda afnumdar í áföngum. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru auk þess tollar felldir niður og lækkaðir af landbúnaðarvörum, beinlínis til að örva samkeppni. Ekki er gert ráð fyrir að dregið verði úr beingreiðslum til grænmetisbænda og búið er að innleiða niðurgreiðslu á raforku. Þess má einnig geta að stuðningur við jarðrækt og lífræna framleiðslu er stóraukinn í nýjum samningi sem er m.a. í takt við tillögur samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Ég held við getum öll verið sammála um að það er eftirsótt að geta valið um matvæli sem eru framleidd undir ströngu eftirliti þar sem notkun fúkkalyfja er brot af því sem gerist í öðrum ríkjum í Evrópu og að kröfur um aðbúnað dýra séu eins og best verður á kosið.Samkeppnin Líkt og velferðaráðherra þá fagna ég aukinni samkeppni þar sem neytendur geta borið saman verð og gæði. Ráðherra er hins vegar á rangri leið þegar hann telur að matvælaverð sé bundið við tolla. Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði. Ef matvælaverð er hátt hér á landi þá beinast mínar grunsemdir að álagningu matvæla sem verður til gegnum milliliði. Þessu til stuðnings þá hefur Samkeppniseftirlitið bent á að álagning verslana og/eða þar með vöruverð sé almennt hærra hér á landi vegna samþjöppunar einstakra aðila. Getur verið að ráðherrar Viðreisnar séu í hagsmunagæslu fyrir fjármálaöfl og heildsala sem lengi hafa eldað grátt silfur við framleiðslugreinar landsmanna? Getur verið að hagræðingaraðgerðirnar sem ráðandi aðilar í versluninni fóru í hafi ekki skilað tilætluðum árangri? Þá má spyrja sig af hverju verslunin geti ekki mætt nýrri samkeppni sem hefur komið til sl. mánuði. Ráðherrarnir leyfa sér að ráðast á undirstöður atvinnugreinar landsbyggðarinnar. Í sama augnabliki loka þeir augunum fyrir ábyrgri stefnu í sjálfbærni, dýravelferð, sýklalausum matvælum og aðgerðum í loftslagsmálum. Er þessum mönnum sjálfrátt? Hversu ótengdir geta menn verið og halda menn virkilega að þeir geti slegið ryki í augu neytenda? Getur verið að þeir sem tala mest fyrir frjálsri samkeppni skorti kjarkinn til að mæta henni þegar á hólminn er komið?Hvar er forsætisráðherra? Og að lokum. Stefnu- og ráðleysið hjá ríkisstjórninni er algert. Forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn leyfir Viðreisn að stýra umræðunni með því að stíga ekki fram. Hefur kúvending átt sér stað í forsætisráðuneytinu? Á að leyfa endalausar árásir á grundvallaratvinnugreinar landsbyggðarinnar? Það eru margir sem bíða svara – en munu ekki getað beðið endalaust!Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. Fjármálaráðherra heldur því fram að erfiðleika í sauðfjárframleiðslu sé að rekja til nýs búvörusamnings. Velferðaráðherra telur að hátt matvælaverð sé til komið vegna matvöru sem nýtur innflutningsverndar. Hvort tveggja er alrangt. Sorglegt er að sjá hve litla þekkingu og skilning þessir ágætu herramenn hafa á málefninu og takmarkaða löngun til að setja sig inn í atvinnugreinar landsbyggðanna. Legg til að þeir stofni leshring og lesi nýja búvörusamninginn. Enn hefur ekkert „kindakíló“ verið framleitt undir nýjum búvörusamningi.Skilvirkari landbúnaður Til að byrja á byrjuninni þá er markmiðið í nýjum búvörusamningi að undirbúa landbúnaðinn fyrir áskoranir næstu ára og gera stuðningskerfið skilvirkara. Skapa greininni fjölbreytt sóknartækifæri með sjálfbærni, nýsköpun, heilnæmi afurða og velferð dýra að leiðarljósi. Auknir fjármunir voru settir í að framfylgja velferð dýra, að efla lífræna ræktun og til að auka fjölbreytni í landbúnaði almennt. Allt neytendum og bændum til hagsbóta. Í nýjum búvörusamningi verða beingreiðslur til bænda afnumdar í áföngum. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru auk þess tollar felldir niður og lækkaðir af landbúnaðarvörum, beinlínis til að örva samkeppni. Ekki er gert ráð fyrir að dregið verði úr beingreiðslum til grænmetisbænda og búið er að innleiða niðurgreiðslu á raforku. Þess má einnig geta að stuðningur við jarðrækt og lífræna framleiðslu er stóraukinn í nýjum samningi sem er m.a. í takt við tillögur samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Ég held við getum öll verið sammála um að það er eftirsótt að geta valið um matvæli sem eru framleidd undir ströngu eftirliti þar sem notkun fúkkalyfja er brot af því sem gerist í öðrum ríkjum í Evrópu og að kröfur um aðbúnað dýra séu eins og best verður á kosið.Samkeppnin Líkt og velferðaráðherra þá fagna ég aukinni samkeppni þar sem neytendur geta borið saman verð og gæði. Ráðherra er hins vegar á rangri leið þegar hann telur að matvælaverð sé bundið við tolla. Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði. Ef matvælaverð er hátt hér á landi þá beinast mínar grunsemdir að álagningu matvæla sem verður til gegnum milliliði. Þessu til stuðnings þá hefur Samkeppniseftirlitið bent á að álagning verslana og/eða þar með vöruverð sé almennt hærra hér á landi vegna samþjöppunar einstakra aðila. Getur verið að ráðherrar Viðreisnar séu í hagsmunagæslu fyrir fjármálaöfl og heildsala sem lengi hafa eldað grátt silfur við framleiðslugreinar landsmanna? Getur verið að hagræðingaraðgerðirnar sem ráðandi aðilar í versluninni fóru í hafi ekki skilað tilætluðum árangri? Þá má spyrja sig af hverju verslunin geti ekki mætt nýrri samkeppni sem hefur komið til sl. mánuði. Ráðherrarnir leyfa sér að ráðast á undirstöður atvinnugreinar landsbyggðarinnar. Í sama augnabliki loka þeir augunum fyrir ábyrgri stefnu í sjálfbærni, dýravelferð, sýklalausum matvælum og aðgerðum í loftslagsmálum. Er þessum mönnum sjálfrátt? Hversu ótengdir geta menn verið og halda menn virkilega að þeir geti slegið ryki í augu neytenda? Getur verið að þeir sem tala mest fyrir frjálsri samkeppni skorti kjarkinn til að mæta henni þegar á hólminn er komið?Hvar er forsætisráðherra? Og að lokum. Stefnu- og ráðleysið hjá ríkisstjórninni er algert. Forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn leyfir Viðreisn að stýra umræðunni með því að stíga ekki fram. Hefur kúvending átt sér stað í forsætisráðuneytinu? Á að leyfa endalausar árásir á grundvallaratvinnugreinar landsbyggðarinnar? Það eru margir sem bíða svara – en munu ekki getað beðið endalaust!Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar