Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Hornstrandir og norðurhluti Strandasýslu nefnast nú ósnortin víðerni. Fólk hefur þó búið þar um aldir, allt til nyrstu annesja. Mannlíf og náttúra hafa átt stórkostlega glímu, stundum harmleik. Menn sóttu sjó í ýmsum veðrum. Konur horfðu á menn sína drukkna frá stórum fjölskyldum. Vélvæðing í upphafi tuttugustu aldar vakti vonir um auðveldari lífsbaráttu en varð upphafið að endalokum mannabyggðar. Veðjað var á hvali og síld fyrir atbeina Norðmanna, en veiðin reyndist hverful. Önnur fiskvinnsla strandaði á vegleysum, hafnleysu og rafmagnsleysi. Byggð í nyrstu hreppunum lagðist af um miðja öldina og smám saman hefur byggðin þynnst sunnan þeirra. Friðland nútímans var fyrrum vettvangur stórframkvæmda sem færðu Hornstrendingum tímabundin tækifæri til nútímalegra búskapar- og atvinnuhátta. Norðmenn reistu hvalveiðistöðvar í Hesteyrarfirði og Veiðileysufirði fyrir aldamótin 1900. Hvalir voru veiddir þar til veiðin hætti að borga sig. Stöðinni á Hesteyri var breytt í síldarbræðslu árið 1922 og var undirstaða atvinnulífs fram undir 1940. Rústir hennar blasa við í Hesteyrarfirði. Síðar var byggð radarstöð á Straumnesfjalli. Rústir hennar standa enn uppi. Síldarverksmiðja var einnig byggð í Djúpuvík á Ströndum og önnur í Ingólfsfirði. Rústir mannvirkjanna eru veglegir minnisvarðar um miklar fyrirætlanir. Ekki skyldi halda byggðarlögum í kreppu þar til mannlíf hefur horfið og hægt að hengja á þau merkimiðann „ósnortin víðerni“. Ósnortin víðerni er ekki að finna með ströndum sem voru byggðar frá ómunatíð. Víðátta sem er einungis uppblásnir melar er ekki ósnortin heldur röskuð af veðri, vindum og fjárbeit. Ýmsir binda vonir við stórframkvæmd á Ströndum, virkjun sem framleiðir varanleg verðmæti og verður lengi starfrækt, ólíkt síldarverksmiðjunum. Héraðið mun njóta afurðanna og þess sem er lífsspursmál: bættra samgangna og fjölgun íbúa svo að halda megi uppi ásættanlegu þjónustustigi í samgöngum, skólahaldi og heilbrigðisþjónustu. Íslensk menning er flétta mannlífs, náttúru og sögu. Ekki er rétt að taka einn þáttinn fram yfir hina á röngum forsendum. Viðfangsefni manna á norðvesturkjálkanum hafa orðið mönnum yrkisefni. Höfundar kvikmyndanna Blóðrautt sólarlag, Börn náttúrunnar og Ég man þig nýttu sér minjarnar um athafnir forfeðranna. Bergsveinn Birgisson lýsir stórbrotnum (of)veiðum á rostungum á þessum slóðum á landnámsöld í bók sinni Svarti víkingurinn. Rústir og mannanna verk virðast listamönnum engu síður hugleikin en bláberjalyngið sem kemur þar seint undan snjó. Íbúar brothættra byggða ættu að fá að njóta afurða náttúrunnar. Rafmagn frá vatnsaflsstöðvum er hrein og endurnýjanleg náttúruafurð og verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Rafbílar koma á vegina í vaxandi mæli. Útblástur gróðurhúsalofttegunda minnkar en þörf fyrir rafmagn til að knýja farartæki eykst að sama skapi. Hnattræn hlýnun er mesta ógn mannkynsins. Hitabylgjur og stórflóð sem eiga sér stað um þessar mundir eru minniháttar viðvörunarmerki. Hvernig er að búa í æ strjálli byggð? Innviðir samfélagsins veikjast og stirðna, viðhald vega í lágmarki og þeir teppast þegar vetrar. Heilbrigðisþjónusta, skólahald, póstþjónusta, nettenging og jafnvel rafmagn eru vandkvæðum háð. Börnunum fækkar og heimanakstur lengist. Ef atvinnugrundvöll skortir hnignar byggð. Menn nefna fjárbúskap, sjósókn, reka, dúntekju og hlutverk stjórnvalda við að tryggja búsetu á Ströndum. Sauðfé þar á undir högg að sækja vegna villtra refa úr friðlandi Hornstranda. Sauðfé er líka of margt á Íslandi, land víða ofbeitt svo nálgast rányrkju og offramleiðsla á kjöti. Í stað vöru sem stendur undir framleiðslukostnaði og veitir tekjur er greitt með henni innanlands og margra ára baráttu við að afla markaða austan hafs og vestan. Aukinn strandveiðikvóti breytti einnig litlu um búsetu á Ströndum. Fiskveiðar eru heilsársstarf á stórum skipum. Trilluveiðar eru einungis sumarstarf eins og dúntekjan. Fólk kemur og nýtir hlunnindi þegar vora tekur, æðardún og reka. Fullvinnsla á dúni og reka krefjast raforku. Menn segja hlutverk stjórnvalda að sjá Árneshreppi fyrir almennilegu rafmagni, nettengingu og samgöngum. Stjórnvöld hafa haft til þess langan tíma en víða skortir skerfi úr sameiginlegum sjóðum. Styrkir til vegamála fara helst þangað sem umferð er. Nyrstu byggðarlögin munu dæmast til auðnar ef ekki kemur til meiri háttar átaksverkefna. Fallvötn eru hrein, endurnýjanleg og sjálfbær orkulind sem ætti að nytja, bæði innanlands en einnig til útflutnings. Það er ekki græðgi heldur góðir búskaparhættir. Brýnasta skylda stjórnvalda er að sjá til þess að orkan verði ekki seld á undirverði eins og sauðfjárafurðirnar.Höfundur er prófessor emiritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hornstrandir og norðurhluti Strandasýslu nefnast nú ósnortin víðerni. Fólk hefur þó búið þar um aldir, allt til nyrstu annesja. Mannlíf og náttúra hafa átt stórkostlega glímu, stundum harmleik. Menn sóttu sjó í ýmsum veðrum. Konur horfðu á menn sína drukkna frá stórum fjölskyldum. Vélvæðing í upphafi tuttugustu aldar vakti vonir um auðveldari lífsbaráttu en varð upphafið að endalokum mannabyggðar. Veðjað var á hvali og síld fyrir atbeina Norðmanna, en veiðin reyndist hverful. Önnur fiskvinnsla strandaði á vegleysum, hafnleysu og rafmagnsleysi. Byggð í nyrstu hreppunum lagðist af um miðja öldina og smám saman hefur byggðin þynnst sunnan þeirra. Friðland nútímans var fyrrum vettvangur stórframkvæmda sem færðu Hornstrendingum tímabundin tækifæri til nútímalegra búskapar- og atvinnuhátta. Norðmenn reistu hvalveiðistöðvar í Hesteyrarfirði og Veiðileysufirði fyrir aldamótin 1900. Hvalir voru veiddir þar til veiðin hætti að borga sig. Stöðinni á Hesteyri var breytt í síldarbræðslu árið 1922 og var undirstaða atvinnulífs fram undir 1940. Rústir hennar blasa við í Hesteyrarfirði. Síðar var byggð radarstöð á Straumnesfjalli. Rústir hennar standa enn uppi. Síldarverksmiðja var einnig byggð í Djúpuvík á Ströndum og önnur í Ingólfsfirði. Rústir mannvirkjanna eru veglegir minnisvarðar um miklar fyrirætlanir. Ekki skyldi halda byggðarlögum í kreppu þar til mannlíf hefur horfið og hægt að hengja á þau merkimiðann „ósnortin víðerni“. Ósnortin víðerni er ekki að finna með ströndum sem voru byggðar frá ómunatíð. Víðátta sem er einungis uppblásnir melar er ekki ósnortin heldur röskuð af veðri, vindum og fjárbeit. Ýmsir binda vonir við stórframkvæmd á Ströndum, virkjun sem framleiðir varanleg verðmæti og verður lengi starfrækt, ólíkt síldarverksmiðjunum. Héraðið mun njóta afurðanna og þess sem er lífsspursmál: bættra samgangna og fjölgun íbúa svo að halda megi uppi ásættanlegu þjónustustigi í samgöngum, skólahaldi og heilbrigðisþjónustu. Íslensk menning er flétta mannlífs, náttúru og sögu. Ekki er rétt að taka einn þáttinn fram yfir hina á röngum forsendum. Viðfangsefni manna á norðvesturkjálkanum hafa orðið mönnum yrkisefni. Höfundar kvikmyndanna Blóðrautt sólarlag, Börn náttúrunnar og Ég man þig nýttu sér minjarnar um athafnir forfeðranna. Bergsveinn Birgisson lýsir stórbrotnum (of)veiðum á rostungum á þessum slóðum á landnámsöld í bók sinni Svarti víkingurinn. Rústir og mannanna verk virðast listamönnum engu síður hugleikin en bláberjalyngið sem kemur þar seint undan snjó. Íbúar brothættra byggða ættu að fá að njóta afurða náttúrunnar. Rafmagn frá vatnsaflsstöðvum er hrein og endurnýjanleg náttúruafurð og verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Rafbílar koma á vegina í vaxandi mæli. Útblástur gróðurhúsalofttegunda minnkar en þörf fyrir rafmagn til að knýja farartæki eykst að sama skapi. Hnattræn hlýnun er mesta ógn mannkynsins. Hitabylgjur og stórflóð sem eiga sér stað um þessar mundir eru minniháttar viðvörunarmerki. Hvernig er að búa í æ strjálli byggð? Innviðir samfélagsins veikjast og stirðna, viðhald vega í lágmarki og þeir teppast þegar vetrar. Heilbrigðisþjónusta, skólahald, póstþjónusta, nettenging og jafnvel rafmagn eru vandkvæðum háð. Börnunum fækkar og heimanakstur lengist. Ef atvinnugrundvöll skortir hnignar byggð. Menn nefna fjárbúskap, sjósókn, reka, dúntekju og hlutverk stjórnvalda við að tryggja búsetu á Ströndum. Sauðfé þar á undir högg að sækja vegna villtra refa úr friðlandi Hornstranda. Sauðfé er líka of margt á Íslandi, land víða ofbeitt svo nálgast rányrkju og offramleiðsla á kjöti. Í stað vöru sem stendur undir framleiðslukostnaði og veitir tekjur er greitt með henni innanlands og margra ára baráttu við að afla markaða austan hafs og vestan. Aukinn strandveiðikvóti breytti einnig litlu um búsetu á Ströndum. Fiskveiðar eru heilsársstarf á stórum skipum. Trilluveiðar eru einungis sumarstarf eins og dúntekjan. Fólk kemur og nýtir hlunnindi þegar vora tekur, æðardún og reka. Fullvinnsla á dúni og reka krefjast raforku. Menn segja hlutverk stjórnvalda að sjá Árneshreppi fyrir almennilegu rafmagni, nettengingu og samgöngum. Stjórnvöld hafa haft til þess langan tíma en víða skortir skerfi úr sameiginlegum sjóðum. Styrkir til vegamála fara helst þangað sem umferð er. Nyrstu byggðarlögin munu dæmast til auðnar ef ekki kemur til meiri háttar átaksverkefna. Fallvötn eru hrein, endurnýjanleg og sjálfbær orkulind sem ætti að nytja, bæði innanlands en einnig til útflutnings. Það er ekki græðgi heldur góðir búskaparhættir. Brýnasta skylda stjórnvalda er að sjá til þess að orkan verði ekki seld á undirverði eins og sauðfjárafurðirnar.Höfundur er prófessor emiritus.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun