Fjárfestum í leikskólum landsins – þar er arður framtíðarinnar Anna Karólína Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun