Séreign er sýnd veiði en ekki gefin Hrafn Magnússon skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun