Rússahatur? Nei, öðru nær Þorvaldur Gylfason skrifar 17. ágúst 2017 09:00 Enn hallar í ýmsum greinum á Rússa í samanburði við Bandaríkin röskum aldarfjórðungi eftir fall Sovétríkjanna. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur lengzt um níu ár frá 1960, úr 70 árum í 79. Meðalævi Rússa hefur á sama tíma lengzt um fimm ár, úr 66 árum í 71. Rússar standa nú í heilsufarslegu tilliti þar sem Kaninn stóð 1960 og hafa Bandaríkin þó dregizt aftur úr Vestur-Evrópu að þessu og ýmsu öðru leyti undangengna áratugi.Glæst menning, einhæft efnahagslíf Sannlega eiga Rússar glæsta sögu, bókmenntir og listir, og þeir áttu mikinn og örlagaríkan þátt í að brjóta stríðsvél nasista á bak aftur í heimsstyrjöldinni síðari. Það er lofsvert. En efnahagslíf Rússlands er einhæft. Rússar framleiða næstum ekkert sem aðrar þjóðir fýsir að kaupa nema olíu og önnur hráefni, vodka og ferðalög til Sankti Pétursborgar. Munurinn á kaupmætti tekna á mann í Bandaríkjunum og Rússlandi er næstum þrefaldur Kananum í vil. Það tekur bandaríska fjölskyldu því að meðaltali bara fjóra mánuði eða svo að vinna sér inn það sem rússnesk fjölskylda þarf heilt ár til að hala inn. Sex verðmætustu fyrirtæki heims nú eru öll bandarísk, þar af fimm tæknifyrirtæki (Apple, Google (eða réttar sagt móðurfyrirtækið Alphabet), Microsoft, Amazon og Facebook) og eitt fjármálafyrirtæki (Berkshire Hathaway í eigu auðkýfingsins Warren Buffet). Eru þau ofmetin? Kannski. Ekkert olíufélag er á listanum og enginn banki.Brostnar vonir Miklar vonir voru bundnar við Rússland eftir hrun kommúnismans. Sumir sáu fyrir sér að Rússland tæki þá upp óskorað lýðræði og ekki bara markaðsbúskap, en svo fór þó ekki af ýmsum ástæðum. Í fróðlegum samtölum við Oliver Stone, kvikmyndaleikstjórann, lýsir Vladímir Pútín Rússlandsforseti því að eftir fall Sovétríkjanna átti sjöundi hver Rússi skyndilega heima utan Rússlands. En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss? Spurningin svarar sér sjálf. Sködduð leppríki Sovétríkjanna við Eystrasalt og í Austur-Evrópu vildu flest ganga í Nató um leið og færi gafst. Nató féllst á umsóknir þeirra og teygði þar með landhelgi sína alla leið að landamærum Rússlands. Rússum var mörgum misboðið. Kannski hefði verið hyggilegra að finna aðra leið til að tryggja öryggi þessara landa. Rússar hafa frá fornu fari skipzt í tvo hópa, þá sem vilja helzt semja sig að siðum Vestur-Evrópu líkt og Pétur mikli (1672-1725) og Pútín sjálfur og hina sem kjósa heldur að líta austur á bóginn og inn á við. Tillit til síðari hópsins torveldar framsókn vestræns lýðræðis og mannréttinda í Rússlandi af sjónarhóli þeirra sem myndu fagna nánari tengslum við Rússa. Við bætist misheppnuð einkavæðing sem leiddi til þjófræðis sem þolir ekki dagsbirtu og kallar á ofbeldi gagnvart stjórnarandstæðingum, blaðamönnum o.fl. Dómstólarnir, dúman (þ.e. þingið) og ríkissjónvarpið dansa eftir pípu Pútíns forseta. Guðfaðir barna Pútíns, sellóleikarinn Sergei Rodugin, reyndist vera skráður fyrir 100 milljónum dala í Panamaskjölunum og segist hafa aflað fjárins með samskotum. Frá 1992 hafa 38 blaðamenn verið myrtir í Rússlandi, jafnmargir og í Mexíkó, borið saman við fjögur morð á blaðamönnum í Bandaríkjunum á sama tíma. Það sem af er þessu ári hafa sjö blaðamenn verið myrtir, þar af tveir í Rússlandi, fjórir í Mexíkó og einn á Filippseyjum.Meint lögbrot Bandaríkin leika nú á reiðiskjálfi vegna yfirstandandi rannsóknar á meintum ólöglegum tengslum Trumps forseta og manna hans við Rússa, ekki bara fyrir forsetakjörið í fyrra heldur einnig aftur í tímann. Bandaríkin eru óskorað réttarríki. Meint lögbrot eru yfirleitt rannsökuð, það er reglan, þeim er helzt ekki sópað undir teppi. Reynslan sýnir að brotlegur forseti er ekki óhultur og þá ekki menn hans heldur. Þegar forsetinn staðfesti fyrir stuttu lög um nýjar viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum sagði hann að lögin brytu gegn stjórnarskránni en skrifaði samt undir. Rannsókn sérstaks saksóknara á Rússatengslunum er ekki sprottin af Rússahatri. Að saka þá sem benda á það sem aflaga fer í Rússlandi um Rússahatur er eins og að saka þá sem gagnrýna ákvarðanir stjórnvalda um fyrirlitningu á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Svo þarf þó ekki að vera. Finnist mér tiltekin hljómsveit ekki góð, vitnar það ekki um fyrirlitningu á tónlist og tónlistarmönnum, nei, alls ekki, heldur þvert á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Enn hallar í ýmsum greinum á Rússa í samanburði við Bandaríkin röskum aldarfjórðungi eftir fall Sovétríkjanna. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur lengzt um níu ár frá 1960, úr 70 árum í 79. Meðalævi Rússa hefur á sama tíma lengzt um fimm ár, úr 66 árum í 71. Rússar standa nú í heilsufarslegu tilliti þar sem Kaninn stóð 1960 og hafa Bandaríkin þó dregizt aftur úr Vestur-Evrópu að þessu og ýmsu öðru leyti undangengna áratugi.Glæst menning, einhæft efnahagslíf Sannlega eiga Rússar glæsta sögu, bókmenntir og listir, og þeir áttu mikinn og örlagaríkan þátt í að brjóta stríðsvél nasista á bak aftur í heimsstyrjöldinni síðari. Það er lofsvert. En efnahagslíf Rússlands er einhæft. Rússar framleiða næstum ekkert sem aðrar þjóðir fýsir að kaupa nema olíu og önnur hráefni, vodka og ferðalög til Sankti Pétursborgar. Munurinn á kaupmætti tekna á mann í Bandaríkjunum og Rússlandi er næstum þrefaldur Kananum í vil. Það tekur bandaríska fjölskyldu því að meðaltali bara fjóra mánuði eða svo að vinna sér inn það sem rússnesk fjölskylda þarf heilt ár til að hala inn. Sex verðmætustu fyrirtæki heims nú eru öll bandarísk, þar af fimm tæknifyrirtæki (Apple, Google (eða réttar sagt móðurfyrirtækið Alphabet), Microsoft, Amazon og Facebook) og eitt fjármálafyrirtæki (Berkshire Hathaway í eigu auðkýfingsins Warren Buffet). Eru þau ofmetin? Kannski. Ekkert olíufélag er á listanum og enginn banki.Brostnar vonir Miklar vonir voru bundnar við Rússland eftir hrun kommúnismans. Sumir sáu fyrir sér að Rússland tæki þá upp óskorað lýðræði og ekki bara markaðsbúskap, en svo fór þó ekki af ýmsum ástæðum. Í fróðlegum samtölum við Oliver Stone, kvikmyndaleikstjórann, lýsir Vladímir Pútín Rússlandsforseti því að eftir fall Sovétríkjanna átti sjöundi hver Rússi skyndilega heima utan Rússlands. En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss? Spurningin svarar sér sjálf. Sködduð leppríki Sovétríkjanna við Eystrasalt og í Austur-Evrópu vildu flest ganga í Nató um leið og færi gafst. Nató féllst á umsóknir þeirra og teygði þar með landhelgi sína alla leið að landamærum Rússlands. Rússum var mörgum misboðið. Kannski hefði verið hyggilegra að finna aðra leið til að tryggja öryggi þessara landa. Rússar hafa frá fornu fari skipzt í tvo hópa, þá sem vilja helzt semja sig að siðum Vestur-Evrópu líkt og Pétur mikli (1672-1725) og Pútín sjálfur og hina sem kjósa heldur að líta austur á bóginn og inn á við. Tillit til síðari hópsins torveldar framsókn vestræns lýðræðis og mannréttinda í Rússlandi af sjónarhóli þeirra sem myndu fagna nánari tengslum við Rússa. Við bætist misheppnuð einkavæðing sem leiddi til þjófræðis sem þolir ekki dagsbirtu og kallar á ofbeldi gagnvart stjórnarandstæðingum, blaðamönnum o.fl. Dómstólarnir, dúman (þ.e. þingið) og ríkissjónvarpið dansa eftir pípu Pútíns forseta. Guðfaðir barna Pútíns, sellóleikarinn Sergei Rodugin, reyndist vera skráður fyrir 100 milljónum dala í Panamaskjölunum og segist hafa aflað fjárins með samskotum. Frá 1992 hafa 38 blaðamenn verið myrtir í Rússlandi, jafnmargir og í Mexíkó, borið saman við fjögur morð á blaðamönnum í Bandaríkjunum á sama tíma. Það sem af er þessu ári hafa sjö blaðamenn verið myrtir, þar af tveir í Rússlandi, fjórir í Mexíkó og einn á Filippseyjum.Meint lögbrot Bandaríkin leika nú á reiðiskjálfi vegna yfirstandandi rannsóknar á meintum ólöglegum tengslum Trumps forseta og manna hans við Rússa, ekki bara fyrir forsetakjörið í fyrra heldur einnig aftur í tímann. Bandaríkin eru óskorað réttarríki. Meint lögbrot eru yfirleitt rannsökuð, það er reglan, þeim er helzt ekki sópað undir teppi. Reynslan sýnir að brotlegur forseti er ekki óhultur og þá ekki menn hans heldur. Þegar forsetinn staðfesti fyrir stuttu lög um nýjar viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum sagði hann að lögin brytu gegn stjórnarskránni en skrifaði samt undir. Rannsókn sérstaks saksóknara á Rússatengslunum er ekki sprottin af Rússahatri. Að saka þá sem benda á það sem aflaga fer í Rússlandi um Rússahatur er eins og að saka þá sem gagnrýna ákvarðanir stjórnvalda um fyrirlitningu á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Svo þarf þó ekki að vera. Finnist mér tiltekin hljómsveit ekki góð, vitnar það ekki um fyrirlitningu á tónlist og tónlistarmönnum, nei, alls ekki, heldur þvert á móti.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun