Fraktflugið upp um 40% með styrkingu krónunnar og Costco Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Breiðþotur Icelandair hafa opnað á nýja markaði. VÍSIR/VILHELM Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00