Ekkert barn útundan! Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 10:00 Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo heppin að hún fékk töskuna sem hana langaði mest í – eða réttara sagt einu töskuna sem hana langaði í eftir að hafa rekið augun í hana í búðinni með mömmu sinni. Nú sefur stelpuskottið með töskuna uppi í rúmi hjá sér og getur varla beðið eftir því að skólinn byrji. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun. Það er mikið gleðiefni hve mörg sveitarfélög í landinu hafa ákveðið að skólar útvegi námsgögn endurgjaldslaust nú í haust. Það er nefnilega svo að í uppsveiflu í efnahagslífinu situr eftir hópur fólks sem býr við efnislegan skort. Fyrir barnafjölskyldur sem þannig er statt um reynist haustið erfiður tími. Skólataska, pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til í upphafi skólaárs sem og kostnað vegna námsgagna þar sem enn þarf að greiða fyrir þau. Auðvitað endurnýtir fólk skóladót og íþróttabúnað frá fyrra ári og yngri börn fá frá þeim eldri en stundum dugar það ekki til og þá eru góð ráð dýr. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta útbúið börnin í upphafi skólaárs. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu og við búumst við að álíka margar fjölskyldur leiti til okkar nú. Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs því efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo heppin að hún fékk töskuna sem hana langaði mest í – eða réttara sagt einu töskuna sem hana langaði í eftir að hafa rekið augun í hana í búðinni með mömmu sinni. Nú sefur stelpuskottið með töskuna uppi í rúmi hjá sér og getur varla beðið eftir því að skólinn byrji. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun. Það er mikið gleðiefni hve mörg sveitarfélög í landinu hafa ákveðið að skólar útvegi námsgögn endurgjaldslaust nú í haust. Það er nefnilega svo að í uppsveiflu í efnahagslífinu situr eftir hópur fólks sem býr við efnislegan skort. Fyrir barnafjölskyldur sem þannig er statt um reynist haustið erfiður tími. Skólataska, pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til í upphafi skólaárs sem og kostnað vegna námsgagna þar sem enn þarf að greiða fyrir þau. Auðvitað endurnýtir fólk skóladót og íþróttabúnað frá fyrra ári og yngri börn fá frá þeim eldri en stundum dugar það ekki til og þá eru góð ráð dýr. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta útbúið börnin í upphafi skólaárs. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu og við búumst við að álíka margar fjölskyldur leiti til okkar nú. Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs því efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar