Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð Jón Páll Hreinsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur. Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík. Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp. Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum. Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð. Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægisaðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það er krafa okkar að samfélagið við djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans. Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan. Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp. Það er kjarni málsins.Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur. Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík. Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp. Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum. Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð. Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægisaðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það er krafa okkar að samfélagið við djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans. Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan. Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp. Það er kjarni málsins.Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun