Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Einar K. Guðfinnsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar hafa farið mikinn hér á síðum blaðsins upp á síðkastið í viðleitni sinni til að mótmæla uppbyggingu fiskeldis hér við land. Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu.Staðbundin áhrif Helstu deilurnar um uppbyggingu fiskeldis hafa staðið um það hvort fiskeldi hér við land gæti grandað villtum laxastofnum. Það var af þeirri ástæðu sem ákveðið var fyrir meira en áratug að loka langmestum hluta strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldisfyrirtækin sjálf hafa gripið til sinna ráða til þess að tryggja að laxastofnarnir verði ekki fyrir tjóni af völdum starfsemi sinnar, svo sem með virku eftirliti og besta fáanlega búnaði, sem nú er búið að kveða á um með reglugerð. Og áfram mætti telja. Það er hafið yfir allan vafa að bættur búnaður hefur skilað árangri. Reynslan sem er jafnan ólygnust sýnir það og það hefur líka verið mat vísindastofnana okkar, svo sem Hafrannsóknastofnunar.Tilhæfulausar dómsdagsspár Nú hefur það síðan gerst að Hafrannsóknastofnun hefur lagt fram áhættumat sem varpar ákaflega athyglisverðu ljósi á þessa miklu deilu. Í áliti stofnunarinnar segir: „Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun (langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins (nema Breiðdalsá). Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum.“ Áhrifin eru sem sagt staðbundin að mati stofnunarinnar, en ekki almenn, eins og margir hafa þó talið. Hér er það sem sagt svart á hvítu. Dómsdagsspárnar hafa reynst tilhæfulausar. En þó þetta liggi nú fyrir á grundvelli mats láta þeir sem klifað hafa á þeim, eins og ekkert sé. Enn eru rangfærslurnar reiddar fram eins og ekkert sé, þvert ofan í mat Hafrannsóknastofnunarinnar.Fiskeldið eflir byggðirnar Þegar kemur að byggðaáhrifum fiskeldisins er hið sama uppi á teningnum. Tölurnar tala sínu máli; staðreyndirnar liggja fyrir. Uppbygging fiskeldis hefur eflt byggðir þar sem það er hafið hér á landi. Um það verður ekki deilt og auðvelt að reiða fram talnaleg gögn þar að lútandi. Það er ekki nóg með að fiskeldið skapi bein störf, heldur sýnir reynslan að margfeldisáhrifin af starfseminni eru mjög mikil og margvísleg. Í kjölfar fiskeldisuppbyggingar verða til störf í ferðaþjónustu, nýsköpun, margbreytilegri þjónustu og sprotastarfsemi. Ungt fólk flytur í byggðirnar, skólarnir sem áður voru að dragast upp eru fullsetnir. Tekjur sveitarfélaganna hafa aukist sem hefur gefið færi á nýrri og aukinni þjónustu og lægri gjaldheimtu. Fyrir vikið hafa byggðirnar eflst þar sem fiskeldið er til staðar.Hverslu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu? Þetta er ekki sér íslensk reynsla. Skoðum reynsluna frá Noregi eða Skotlandi. Lítum til Færeyja. Alls staðar er sömu sögu að segja. Þveröfugt við það sem afneitunarsinnarnir íslensku halda fram. Og svo langt var gengið á dögunum í fullyrðingunum að því var haldið fram að fiskeldisuppbyggingin skaðaði byggðirnar bókstaflega! Þegar þessi speki barst út um landsins byggðir var hlegið hátt svo undir tók í fjöllunum. – Hversu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu?Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar hafa farið mikinn hér á síðum blaðsins upp á síðkastið í viðleitni sinni til að mótmæla uppbyggingu fiskeldis hér við land. Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu.Staðbundin áhrif Helstu deilurnar um uppbyggingu fiskeldis hafa staðið um það hvort fiskeldi hér við land gæti grandað villtum laxastofnum. Það var af þeirri ástæðu sem ákveðið var fyrir meira en áratug að loka langmestum hluta strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldisfyrirtækin sjálf hafa gripið til sinna ráða til þess að tryggja að laxastofnarnir verði ekki fyrir tjóni af völdum starfsemi sinnar, svo sem með virku eftirliti og besta fáanlega búnaði, sem nú er búið að kveða á um með reglugerð. Og áfram mætti telja. Það er hafið yfir allan vafa að bættur búnaður hefur skilað árangri. Reynslan sem er jafnan ólygnust sýnir það og það hefur líka verið mat vísindastofnana okkar, svo sem Hafrannsóknastofnunar.Tilhæfulausar dómsdagsspár Nú hefur það síðan gerst að Hafrannsóknastofnun hefur lagt fram áhættumat sem varpar ákaflega athyglisverðu ljósi á þessa miklu deilu. Í áliti stofnunarinnar segir: „Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun (langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins (nema Breiðdalsá). Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum.“ Áhrifin eru sem sagt staðbundin að mati stofnunarinnar, en ekki almenn, eins og margir hafa þó talið. Hér er það sem sagt svart á hvítu. Dómsdagsspárnar hafa reynst tilhæfulausar. En þó þetta liggi nú fyrir á grundvelli mats láta þeir sem klifað hafa á þeim, eins og ekkert sé. Enn eru rangfærslurnar reiddar fram eins og ekkert sé, þvert ofan í mat Hafrannsóknastofnunarinnar.Fiskeldið eflir byggðirnar Þegar kemur að byggðaáhrifum fiskeldisins er hið sama uppi á teningnum. Tölurnar tala sínu máli; staðreyndirnar liggja fyrir. Uppbygging fiskeldis hefur eflt byggðir þar sem það er hafið hér á landi. Um það verður ekki deilt og auðvelt að reiða fram talnaleg gögn þar að lútandi. Það er ekki nóg með að fiskeldið skapi bein störf, heldur sýnir reynslan að margfeldisáhrifin af starfseminni eru mjög mikil og margvísleg. Í kjölfar fiskeldisuppbyggingar verða til störf í ferðaþjónustu, nýsköpun, margbreytilegri þjónustu og sprotastarfsemi. Ungt fólk flytur í byggðirnar, skólarnir sem áður voru að dragast upp eru fullsetnir. Tekjur sveitarfélaganna hafa aukist sem hefur gefið færi á nýrri og aukinni þjónustu og lægri gjaldheimtu. Fyrir vikið hafa byggðirnar eflst þar sem fiskeldið er til staðar.Hverslu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu? Þetta er ekki sér íslensk reynsla. Skoðum reynsluna frá Noregi eða Skotlandi. Lítum til Færeyja. Alls staðar er sömu sögu að segja. Þveröfugt við það sem afneitunarsinnarnir íslensku halda fram. Og svo langt var gengið á dögunum í fullyrðingunum að því var haldið fram að fiskeldisuppbyggingin skaðaði byggðirnar bókstaflega! Þegar þessi speki barst út um landsins byggðir var hlegið hátt svo undir tók í fjöllunum. – Hversu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu?Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun