922 tveggja mánaða hreindýrs- kálfar settir út á guð og gaddinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun